Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, March 04, 2007

Vatnssmökkun

Einn vinur minn fann íslenskt vatn úti í búð í Colorado. Það er ekki eins algengt hér eins og á austurströndinni (ég hef aldrei séð íslenskt vatn hér) og honum fannst það alveg ótrúlega merkilegt. Vatnið heitir Reyka sem er sagt þýða gufa, ég veit ekki með ykkur en mér finnst e-ð vanta inn í þetta nafn:)

Nú þar sem ég lofa allt íslenskt í hásterkt þá vildi hann að ég smakkaði nokkrar tegundir af vatni til að sjá hvort ég gæti fundið út hvað væri íslenska vatnið. Í boði var
  • Kranaklórvatn
  • Filterað vatn
  • Íslenska vatnið
  • Annað flöskuvatn
Klórvatnið fann ég strax með því að lykta, filteraða vatnið var með skítabragð/vott af klór og hin tvö voru góð en ekki eins. Eina ástæðan fyrir að ég fattaði hvað var það íslenska var að hitt var kaldara og ég vissi að það var úti í bílskúr:) Stákarnir voru frekar svekktir að ég skildi fatta rétt hvað allt var (enda finnst þeim aumingjaskapur að drekka vatn úr flösku). Það sem mér fannst mest sláandi var að þeir fundu ALLS EKKI lyktina af klórvatninu og ENGAN bragðmun á neinu! Svona er maður of góðu vanur:)

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

óþarfi að monta sig af veðrinu í santa barabara hér vinstra megin á síðunni, hahaha

kv.
Ösp

3:17 AM  
Blogger Ásdís said...

híhí já ég var bara svo stolt af því að koma þessu inn (en ekki alveg jafn stolt að það skildu koma tvö, annað er hálft og efst á síðunni, ekki hugmynd afhverju). Iss þið sjáið þetta alltaf þegar það er nótt hér, svo það virkar eins og það sé rosa kalt;)

12:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Nefndu félagar þínir ekki vodka? Reyka er í rauninni vodka - vatnsflöskurnar voru bara kynning.
En vatnið er vissulega íslenskt, eins og vodkað.

6:37 AM  
Blogger Ásdís said...

hmmm hver skrifaði þetta síðasta?
Nei þeir nefndu ekkert um vodka en ég sá það á heimasíðunni. Þeir vildu bara reyna sanna fyrir mér að vatnið væri ekkert öðru vísi en annað vatn (þar á meðal kranaklórvatn) og urðu því fyrir miklum vonbrigðum þegar ég náði að giska á allt rétt.

7:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

oh hvað ég er stolt af þér! ég á ekki í sömu baráttu í þýskalandi því þótt vatnið í "vestrinu" sé bara lala þá eru í austrinu jafnvel heimamenn sammála mér um að kranavatnið sé ódrekkandi ullabjakk vont...

2:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

farðu nú að senda mér meil með fréttum rýja mín.
kv.
Ösp

1:27 PM  
Blogger Magga said...

Já Reyka er víst íslenskt vodka. En þetta með klórónæmi Kanans þá má segja að við finnum ekki brennisteinslyktina af sturtuvatninu okkar sem útlendingar eru að deyja úr fýlu af ;)
Annars langaði mig bara að kasta kveðju á þig, Ásdís mín. Maður er allt of latur að kvitta fyrir sig á svona bloggum :)

3:50 AM  

Post a Comment

<< Home