Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, April 02, 2007

Spring break í Seattle

Jæja eins og Ösp (og reyndar Bjarnheiður líka) benti á er kominn tími til að blogga.

Við Valla fórum í Spring break til Seattle að heimsækja Tuma. Það var ótrúlega gaman, borgin skemmtileg og nóg að gera. Tumi takk fyrir okkur!

Byrja á myndum og svo máli, fyrir allra dyggustu lesendur:)


Kirsuberjatrén á campus

Útsýnið yfir borgina, tveimur blokkum frá heimili Tuma!
Valla og svínið fyrir framan markaðinn, við settumst báðar á það en þær myndir eru annars staðar:)

Tumi fórnaði bíllyklinum fyrir Prince Polo

Mary Frances og Valla á karíókíbar


Kolólögleg mynd, a.m.k. elti campus löggan okkur lengi eftir að við sátum á merkinu!
Við rákumst á þennan tyggjóvegg, endalaust margar tyggjóklessur.Verð bara að setja þessa mynd því það tók 7 tilraunir að fá "almennilega" mynd. Í bakgrunninum er líka uppáhalds gosbrunnurinn minn, hann breyttist með tónlistinni sem varð til þess að ansi margir urðu blautir!:)

Og í orðum:
Við fórum á fiskimarkaðinn, í geimnálina, skoðuðum foss nálægt, sædýrasafnið, fundum Prins Polo (eftir nokkra klukkutíma leit
J), versluðum, borðuðum, versluðum, borðuðum, versluðum (ok ég var víst mun duglegri í þeirri deild), o. fl..

Fórum líka á body exhibition þar sem alvöru uppstoppuð lík eru til sýnis. Það hljómar kannski ekki spennnandi og jafnvel hálfógeðslegt en reyndist svo vera hið gagnstæða. Þar sem byrjað var á beinagrindum og svo smátt og smátt bætt meiru á fannst mér a.m.k. þetta bara áhugavert og ekkert ógeðslegt. Reykinga- og berklalungun fannst mér þó hræðileg, en litlu fóstrin sem voru fáránlega mannalega alveg frá 9 vikum áhugaverðust. Mæli með að allir sem komast fari!

Við Valla gerðum líka ýmislegt sem flestum myndi ekki detta í hug að við tækjum upp á. Þar stendur upp úr klipping hjá konu sem varla talaði ensku (nema í svona frösum sem hún hafði lært utan að) og var með grænar strípur. Betur fór en á horfðist (reyndar veit ég ekki alveg hvernig það getur talist að særa rétt neðan af hárinu þegar meira en 10cm eru teknir af!). Konan plataði okkur líka til að fá djúpnæringu sem var dýrari en klippingin sjálf. Þessi sama næring átti að gera e-ð allt annað fyrir mig en Völlu, undranæring!?!

Nú er fríið búið og ný önn að byrja. Hún lítur bara ágætlega út, sérstaklega kúrsinn sem ég á að kenna. Ég þarf ekki að fara yfir nein heimadæmi né próf!!!:D.

Ég var svo vitlaus að fara í boot camp áðan:S Þegar 20mín voru liðnar af tímanum hafði nánast liðið yfir mig 5 sinnum! Ef gaurinn hefði ekki tekið eftir því að meiri hlutinn var að bugast og hægt aðeins á, hefði ég án gríns bara dáið (var sko of þrjósk til að fara út).

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

gamangaman að fá texta með myndunum :) greinilega mikið ævintýri! mig langar á þessa sýningu en hmmm... kemst ekki til usa alveg í bráð :P vá og fyrst þú hefur verið að bugast í þessu bootcamp þá býð ég nú bara ekki í hina... þetta hefur verið alveg kreisíþjálfari!!!

3:53 AM  
Blogger Alma said...

Mjög fyndin mynd af Völlu þar sem hún hlær!

12:12 AM  

Post a Comment

<< Home