Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, November 30, 2006

Thanksgiving, mús og brjálað að gera

Um síðustu helgi var þakkargjörðarhátið hér í Bandaríkjunum. Kollegi mömmu sem býr í Riverside (um 100km inn af LA) bauð mér að eyða helginni með þeim hjónum og stórfjölskildu. Það var mjög gaman, fékk að kynnast alvöru amerískri Thanksgiving (jafnvel þótt Wilfred sé breskur og Lola áströlsk þá eru börnin þeirra bandarísk) og hitta litlu barnabörnin þeirra (sem er sko ágætis tilbreyting frá því að umgangast bara fólk á aldursbilinu 20-30 ára). Ég ætla fylgja nýjast blogg trendinu og láta bara myndir fylgja;)

Lola ofurkokkur, eldaði ofan í 20 manns.


Wilfred, Joey og Barritt að hlaupa upp fjallið í bakgarðinum. Wilfred hleypur upp fjallið á hverjum einasta degi!


Dúllu krakkarnir Barrit, Zoe, Joey og Zachary (eða Jackary eins og Barritt kallar hann;))

Ég (svona til að sanna að ég var á staðnum, þetta eru ekki bara myndir af e-u fólki sem ég fann á netinu;)) og John (sem var alltaf kallaður the baby þótt hann sé eins árs, sé fyrir mér á Íslandi ef það væri venjan þar líka, hvað myndu börn vera kölluð? ungabarnið?lilli/a? óvitinn? krakkinn? veit ekki)

Á leiðinni heim frá Riverside stoppaði ég í molli í Beverly Hills sem var með H&M og fleiri góðar búðir. Ekkert alltof góð hugmynd svona eftir á séð;) Váhá hvað ég missti mig:S Til að seðja samviskubitið, skellti ég nokkrum jólagjöfum með (en þær náðu ekki einu sinni upp í 40% af því sem ég keypti, úbbs).

Í gær fjölgaði enn og aftur í íbúðinni okkar Morgane. Ekki var það froskur í þetta sinn heldur mús sem var föst inni í flúorljósinu í eldhúsinu okkar. Hef ekki hugmynd um hvernig hún komst þangað né hvert hún fór. Því í morgun þegar við vöknuðum var hún farin. Mér fannst e-rn vegin betra að vita þó a.m.k. hvar hún var en þessi nýi meðlegjandi er greinilega hvorki sammála né smavinnuþýður!

Saturday, November 18, 2006

Hjólatúr um vínekrurnar og alvöru piparsveinn:) hehe

Í dag ákváðum við að hjóla um vínekrurnar. Sumir enduðu reyndar á að tjalda þar líka en ég ákvað að vera skynsöm og fara bara að hjóla. Magnaður dagur og ég læt nokkrar myndir fylgja.

Fékk far með Ali (eins og þið sjáið hafa bílar lengra líf hér en heima). Við tókum eina vitlausa beygju og það var ekki aftur snúið við urðum að fara upp á 4500 feta fjall áður en við gátum snúið við. Flott útsýni svo ég kvarta ekki, hver vill líka ekki fara í smá torfærur á svona klassa bíl;)


Ali og bíllinn góði.


Útsýnið á toppi fjallsins sem við fórum óvart upp á.


Ég með "fallega" hjálminn sem ég keypti, treysti einfaldlega ekki alveg bílstjórum eftir nokkar vínsmakkanir!


Hinir í hjólatúrnum, ég var sú eina sem neitaði að vera í gulum bol.

Eitt stóð nú líklega upp úr (eða það fannst Moiru a.m.k.) við hittum hinn eina sanna Bachelor Andrew Firestone. Hann "bjargaði" okkur frá litlu músinni sem vildi ólm vera með í vínsmökkuninni:) Læt mynd af goðin fylgja ef fólk er ekki að kveikja (það hljóta samt flestir að vita hver það er;)).

Tuesday, November 14, 2006

Aldrei of seint að skrifa jólasveininum, er það nokkuð?

Scott sem er hérna í vélaverkfræði var að spyrja mig út í íslensku jólasveinana. Ég fann e-a heimasíðu á netinu og forwardaði til hans. Þar sem Scott er mjög uppátækjasamur hefði ég mátt vita að það myndi enda skrautlega. Svo skemmtilega vildi einmitt til að einn valkostur á heimasíðunni var að senda jólasveininum email (skyrgamur@skyrgamur.is). Stuttu síðar fæ ég afrit af eftirfarandi emaili:

Dear 13 brothers,

You guys rule! I used to think that my pal Ásdís was just making you up but her story seems to check out - right down to your big bad hungry cat and your mother with her conservative fashion sense.

Ásdís has a pretty good fashion sense too but I am worried about that cat making a meal out of her right at the peak of your 26 days of mischief. Normally, I wouldn't worry so much as her mom is likely to keep her safe by buying her another nice hair elastic but after reading about your tricks...I am a little scared. Ásdís likes to put her hair elastics on all sorts of stuff to keep them convenient. I bet her mom do likewise in giving that as a gift to Ásdísi . Really, that means her mom might wrap them around sausages, candles, meat drying on the rafters or even on the goat's udder. Now what if you happen to gobble it up when you snatch up these goodies as usual? Seems like that dang cat will come and gobble Ásdís up too. Try to be careful! Ok?

The reason why I am particularly concerned is that Ásdís hasn't even made it out to the gnarly hot springs around here (Santa Barbara). They are along the top of the Santa Ynez mountains and are actually pretty far from wine country...but certainly wroth an independent excursion. So, at least give her a chance to go there.

Actually, there might not be need to fuss - maybe I can persuade her into going this week some time! Maybe we will see some of your Californian cousins!

Take care dudes and enjoy some hakarl for me!
Scottisar

Jáhá, eins og þið sjáið er ég búin að ala strákana vel upp: farnir að beygja nafnið mitt og alles (þótt þeir geri það nú kannski ekki alveg rétt og fari í fullmiklar alhæfingar með að reyna að beygja nafnið sitt eins:)). Vona bara að Skyrgámur hafi kímnigáfuna í lagi;)

Saturday, November 11, 2006

Magic Mountains

Í dag er Veterans Day svo það var frí í skólanum í gær. Ég er reyndar alltaf í frí á föstudögum svo það skipti ekki miklu máli fyrir mig. Í tilefni þess ákváðum við þó að kíkja í rússibanagarðinn Magic Mountains, Six Flags. Það var meira en lítið gaman. Ég hef aldrei farið í rússíbana sem fer á hvolf (verið hálfgert mottó hjá mér að sneiða hjá þeim) en eftir gærdaginn hef ég komist að því að fara á hvolf er ekki mest scary. Vegna langra raða vorum við langt frá því að ná að þræða alla rússíbanana (sem þýðir að ég verð að fara aftur;)). Tveir af þeim rússíbönum sem við fórum í standa upp úr. Einn sem fór á 140km/klst og svo annar þar sem maður lá á maganum og horfði beint niður á jörðina (þ.e. maður hékk eiginlega undir rússíbananum sjálfum) og þeyttist í ótal hringi upp og niður:) Mæli með þessum garði:)

Hópurinn sem ég fór með var frekar fyndinn, samansafn af fólki sem þekktist ekkert alltof vel. Það var hins vegar bara skemmtilegt, frekar fyndið á köflum. Ein stelpan virtist t.d. vera með það eina takmark í lífinu að finna sér strák til að giftast svo hún gæti átt hús, mann, börn og hund (ofur amerískt). Á e-rn óskiljanlegan hátt tókst henni svo alltaf að snúa umræðunni (alveg saman hvað umræðan byrjaði langt frá þeirri umræðu) í það að hún væri á lausu og þyrfti að finna sér sem allra allra fyrst gaur til að giftast svo hinir einstöku mömmuhæfileikar hennar færu ekki til spillis. Strákurinn sem keyrði þurfti að láta skíðabindingar á skíðin sín (og e-rra hluta vegna varð hann að fara alla leið til LA til að gera það) svo ferðin endaði með því að fórum út að borða á 3. stæti í Santa Monica. Ég verð endilega að vera duglegri að gera e-ð svona:)

Þórhallur litli bróðir á svo afmæli í dag, sextán ára vóhó! Ég hringdi í hann í tilefni þess, það var mjög gaman að tala við hann:)

Tuesday, November 07, 2006

Kosningar

Jæja þá er það staðfest Arnold Schwarzenegger mun skrifa undir meistaragráðuna mína! híhíhí

Sunday, November 05, 2006

Surfbretti

Í gær var næstum fullt tungl svo í tilefni þess ákváðum við að kveikja bál á ströndinni. Þetta var í fyrsta sinn sem ég geri það og það kom mér því mikið á óvart hvað það var troðið á ströndinni (bara eins og Laugarvegurinn á góðum djammdegi). Á um km löngu svæði voru a.m.k. 4 smábrennur. Þetta var nú bara mjög skemmtilegt, kósí. Myndavélin mín beilaði því miður svo ég get ekki sýnt ykkur myndir. Nú þegar fór að líða á kom löggan og sagði að Goleta (úthverfið sem ég bý í) hefði bannað bál á ströndinni svo við þyrftum að slökkva það núna eða við fengjum öll sekt! Þeir sögðust líka vera að rýma ströndina svo ef við hypjuðum okkur ekki strax fengum við líka sekt! Jáhá mig langar að segja ýmislegt við þessu en kannski best að vera ekkert með of miklar yfirlýsingar á netinu;)

Og að e-u skemmtilegu:) Björn Birnir og Inga Dóra voru svo rausnarleg að lána mér surfbrettið sem Adda dóttir þeirra á af því að hún er núna að læra á austurströndinni. Nú hef ég því enga afsökun til að fara ekki að æfa mig:D. Myndir af brettinu verða líka að bíða betri tíma.

Bandaríkjamenn eru stundum skrýtnar skrúfur. Á þriðjudaginn eru kosningar um heilan helling (lagabreytingar og æðstu stjórnendur). Auglýsingarnar eru misgóðar og yfirleitt eftir að hafa séð bæði auglýsinguna með og á móti lagabreytingunni get ég ekki fyrir mitt litla líf séð hvernig þær get báðar verið að segja fullkomlega satt. Ein auglýsing er þó í uppáhaldi hjá mér. Þar er einn frambjóðandinn að lýsa því fram að hann sé fylgjandi því að fólk þurfi að sýna persónuskilríki til að kjósa og segir að mótframbjóðandi sinn sé á móti því. Hvernig getur maður verið á móti því að fólk þurfi að sýna persónuskilríki þegar það kýs? Og hvernig stendur á því að maður þarf að sýna persónuskilríki þegar maður kaupir áfengi (og já þau þurfa sko að vera frá Kaliforníu og segja til um hæð og þyngd (eins og hún geti ekki breyst á 5 árum)) en maður þarf ekki að sýna persónuskilríki þegar maður kýs? Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frekar undarlegt.

Wednesday, November 01, 2006

Halloween, tímabreyting og fleira

Í gær var Halloween. Santa Barbara (eða meira IV, hverfið hérna á móti mér) er þekkt fyrir brjálað djamm um hrekkjavökuna. Ég myndi kalla þetta meðaldjamm og hámarkslöggæslu. Allar sektir eru margfaldaðar, auka fangaklefa er komið upp í IV og það er allt morandi í löggum bæði fótgangandi og á hestum svo fátt eitt sé nefnt. Íbúðirnar sem ég bý í voru til dæmis girtar af og okkur hótað að við þyrftum að vísa skilríkjum til að komast inn!

Ég átti í miklum vandræðum með að finna út hvað ég ætti að vera því rándýra hárkollan sem við Ösp mönuðum hvort aðra upp í að kaupa var ekki nógu dökk til að vera Morticia Adams (ég hefði átt nóg af fötum í það;)). Það varð því úr að ég var bara brunette (dökkhærð kona hljómar bara ekki nógu spennandi;)) og nýtti mér allt sem fer dökkuhári mun betur en ljósu (eins og kjóllinn og grænn augnskuggi). Ef ég líktist e-um var það örugglega helst mömmu:) Það fyndnasta var samt að helmingurinn af partygestunum þekkti mig ekki! og svona 1/4 hélt að ég hefði litað á mér hárið og hafði verulegar áhyggjur af því hvort þetta skolaðist út eða ekki (partyið var á föstudaginn og ég er enn að fá spurningar um hvernig ég hafi náð litnum svona hratt úr!).


Hefði ég náð að plata ykkur?

Á laugadaginn fórum við Morgane og vinkonur hennar svo í IV. Það var nú bara mjög skemmtilegt, hitti fullt af frekar rugluðu fólki (sem hélt greinilega líka að ég væri mun yngir en ég er). Ég skil samt enn ekki hvernig allar stelpurnar gátu bara labbað um á nærfötunum einum saman (því það var mjög kalt) og náttúrulega heldur ekki þessa örfáu stráka sem voru bara á G-steng. Hér fylgja ekki myndir með, einfaldlega af því að þær myndu flokkast undir klám.

Í staðin fáið þið mynd af Morgane, frönsku stelpunni sem ég bý með


Og eina hóp mynd af okkur stelpunum


Já svo var klukkunni breytt, svo hún var 2 í einn klukkutíma. Nokkuð gott að fá svona einn auka klukkutíma til að djamma en hins vegar alveg hörmulegt að það skuli verða bjart um 6 (því það þýðir að ég vakna þá:S og það verður dimmt fyrr:S ég veit ég á ekki að kvarta því það er náttúrulega mun verra heima)

Nú svo var ég að eignast lítinn frænda. Kom mér mikið á óvart því ég vissi ekkert að frænka mín væri ólétt! Hlakka mikið til að hitta hann um jólin.