Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Friday, September 28, 2007

Ösp í heimsókn

Jæja kominn tími á blogg (hvað ætli ég hafi byrjað margar færslur á þessari setningu?:)).

Ösp kom í heimsókn og það var æði. Vildi helst ekki sleppa henni þegar hún varð að fara:( Við gerðum helling bæði skemmtilegt og annað frekar fyndið svona eftir á séð! Átum á okkur gat (einn ís á dag) og versluðum óhemjumikið (ég a.m.k.). Fórum líka í skrautlega ferð til "bay area" (nánari sögur fást aðeins með formlegri umsókn í tölvupósti;) eða hjá Ösp). Nú svo fórum við á alla helstu staði í LA: HogM, Hollywood, Rodeodrive, Mulholland drive, Beverly Hills og Cheesecake factory. Myndir segja meira en nokkur orð:)

Ösp e-ð ekki sátt við sjóinn, enda er hann ískaldur:)

Fundum þetta eftir að e-r fór að tala um hvað húðvörurnar frá Íslandi væru æðislegar! Hafiði heyrt um þetta áður?

Ströndin niðri í bæ

Ösp fannst þetta fyndin mynd, a.m.k. mikil fjölbreytni í bargestum. Verst við náðum ekki mynd af gamla karlinum sem var bara í jakka og nærjum.

Í Berkeley

Súpan var reyndar góð en rosalega leit hún illa út!

Kann ekki að snúa myndinni við:( en rosasæt mynd af Ösp og ostakökunni frá Cheesecakefactory

PS. Ef e-r kann (og vill kenna mér) að setja video inn þá á ég eitt fáránlega fyndið video af okkur Ösp. Það er aðallega fyndið af því við héldum að við værum að taka mynd og hegðum okkur í samræmi við það:)

Monday, September 17, 2007

Ögrun

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar!

Ég er löngu búin að komast að því að til að halda geðheilsu verð ég að ögra sjálfri mér reglulega. Ég á það nefnilega til að ákveða að ég geti bara ekki e-ð þótt ég hafi aldrei prófað það. Í þessari viku hef ég verið óvenjulega duglega að "ögra" sjálfri mér.

Á fimmtudaginn skipti ég um olíu og olíusíu á bílnum mínum. Aldrei hélt ég að ég myndi gera það! Eftir á séð, skil ég ekki afhverju maður fer alltaf með bílinn í smurningu fyrir ofurfé þegar þetta er svona ótrúlega létt og ódýrt ef maður gerir það sjálfur!

Í dag keppti ég í sjósundi við vin minn. Það hefur staðið til í meira en ár en alltaf höfum við fundið e-a leið til að fresta því. Sjórinn er mjög kaldur (ekki eins kaldur og heima en u.þ.b. 15°C (djúpalaugin heima er yfirleitt 29°C)), svo kaldur að mann svimar ef hausinn fer ofan í. Við syntum til enda hafnarinnar og til baka (um 900m) og það var bara erfitt (vegna kulda) fyrstu 100m. Ég vann vin minn og núna þarf hann að gefa mér ís:)

Nú svo fór ég í hokkí á línuskautum (og stefni á að gera það einu sinni í viku). Allir strákarnir eru hálfgerðir pró en ég hafði aldrei prófað línuskauta áður! (ef frá er talið þegar ég var 14 ára reimaði skóna á, reyndi að standa upp en lofaði svo sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur (svoleiðis loforð verður maður að svíkja:))). Hef ekki dottið hingað til, en er auðvitað eins og asni við hliðina á þeim, en það er líka allt í lagi:)

Ösp kemur svo á morgun í heimsókn, get ekki beðið!

Monday, September 10, 2007

Grand Canyon, Hoover Dam og master

Jæja skilaði mastersritgerðinni minni á fimmtudaginn. Það tók fáránlega langan tíma að prenta hana út (ansa LateX, jpeg drasl;)) en það hófst þó. Skólinn gaf mér að launum eftirfarandi límmiða auk þess sem ég fæ eiginhandaráritun frá Arnold Schwarzenegger, ekki slæmt;) Þið sjáið á pennanum hvað límiðinn er fáránlega stór, ætli e-r lími þetta á bílinn sinn?

Um helgina fór ég svo í Grand Canyon og stoppaði á leiðinni í Hoover Dam. Ég held ég hafi aldrei séð jafn mikið kraðak af rafmagnstaurum. Allir hölluðu þeir þvers og kruss, gaman að koma þarna samt:)

Grand Canyon stóð svo sannarlega fyrir sínu. Það er hálfóraunverulegt að horfa þarna yfir, þetta er svo gígantískt stórt og fallegt. Við gengum niður gljúfrið þar til við sáum Colorado ána og snérum svo við. Þetta voru ekki nema 20km, nánast allt þverhnípt og hitinn ekki nema 40°C og sól;) Ég er nokkuð viss um að fyrst mér tókst þetta á 6klst og 40mín (uppgefinn tími er 9-12klst.) get ég gert allt!;)


Löbbuðum að endanum á þessum göngustíg
Sáum loksins Colorado ána
Og smá sönnun fyrir að ég var þarna:)

Við gistum á hóteli í klukkutíma fjarlægð frá gljúfrnu (af því að öll tjaldstæði voru full:S ) í bæ sem heitir Williams, Arizona. Það var frekar sorglegur bær, svona svolítið eins og yfirgefnir bæir í bíómyndunum. Það eina sem bærinn virtist þrífast af var að Route 66 fer í gegnum hann og ALLAR búðir þar seldu mynjagripi tengda því, auk þess sem allir veitingastaðirnir þarna stæltu sig af því að Elvis hefði einu sinni borðað þar:)
Það er í rauninni alveg út í hött að fara í helgarferð í Grand Canyon, þar sem heill dagur fer í ferðarlag hvora leið (við keyrðum samtals 2220km á þremur dögum! og fórum í 3 fylki). Við skemmtum okkur hins vegar konunglega við á leiðinni, stoppuðum oft til að borða ógurlega óhollan mat (eins og Godiva súkkulaðiköku á Cheesecake factory) og tókum fullt af myndum af eyðimörkinni:) Held samt að ég haldi mig við styttri ferðir á næstunni;)

Monday, September 03, 2007

Fréttir sméttir

Síðasta helgi var löng helgi hérna, þótt ég hafi að mestu verið að vinna í dag. En það er bara af því að ég gerði helling skemmtilegt um helgina:)

Á föstudaginn bjó ég til pönnukökur fyrir vinahópinn og endaði það í ofurumræðum um femínisma. Þar datt líka e-um í hug að leigja 11 manna bíl daginn eftir til að fara til LA:) Ég bjóst aldrei við að við myndum framkvæma það (þar sem við hefðum vel getað farið á tveimur bílum) en daginn eftir stóð þessi rosa "rúta" fyrir utan!:)
Bíllinn góði:)
Í L.A. fórum við í Getty (verð að fara þangað aftur, ótúrlega flott og allt ókeypis), á líbanskan veitingastað og búðarrölt í Santa Monica. Mjög skemmtileg ferð:)

Mæli með líbönskum mat!


Á sunnudaginn fórum við svo til Morro Bay og leigðum kajaka. Kom á óvart hvað það er ótrúlega gaman, verð að fara á kajak aftur:)

Kletturinn sem Morro Bay er þekktur fyrir


Það er e-r hitabylgja í gangi hérna og vá hvað það var heitt í dag!:)