Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Tuesday, February 27, 2007

Verður maður ekki að láta vita af sér;) híhí

Enn ein helgin liðin. Mér finnst dagarnir fljúga núna.

Alla helgina var ég á framhaldsklettaklifursnámskeiði. Það var mjög gaman, get reyndar ekki sagt að ég hafi neitt sérstaklega fílað "bouldering" sem er klettaklifur án allra öryggisráðstafana. Hélt mig mjög nærri jörðu þegar við fórum í þann part. Nú þarf ég bara að vera duglega að æfa mig í veggnum og eignast fullt af vinum sem fara út í náttúruna að klifra (og eiga allan búnað, hehe). Eða bara halda mig við vegginn;)

Annars er mest lítið að frétta. Þóra frænka ætlar koma í heimsókn þegar hún er í spring breaki, hlakka mikið til. Svo ætlum við Valla að heimsækja Tuma í Seattle þegar við förum í spring break, hlakka líka mikið til þess.

En nú þarf ég að fara að læra:)
PS. Heiðdís, hvaða karfa er það og hvernig endaði hún í skottinu þínu? virkar mjög spes;) híhí

Monday, February 19, 2007

Viðburðarrík helgi:)

Jæja nú er helgin búin:S Frí í dag samt, þökk sé forsetanum (veit reyndar ekki hverjum og hver sagan er að baki). Helgin var nokkuð viðburðarrík og hitabylgjan vel þegin:). Á föstudaginn kveiktum við eld á stöndinni og "elduðum" fondú, og á laugardaginn "hjóluðum" við uppi í fjöllunum (sökum lausamalar og vaða, breyttist hjólaferðin fljótt í fjallgöngu með hjól í eftirdragi!)
Eins og sést var hjólið bara fyrir

Þegar ég kom hingað eftir jólafrí tók ég með mér frosið lambalæri. Í gær ákvað ég því að hafa matarboð. Ég kann ekkert að elda svo ég var með mömmu á línunnu nánast stanslaust síðustu 3 daga. Eldamennskan gekk hins vegar vonum framar: lambið, graflaxinn, súkkulaðimúsin og marenstertan og jafnvel sósan gerðu lukku:)
Lærið góða:)
Graflaxinn, það voru nú ekki allir til í að borða hráan fisk en nokkrir létu sig hafa það:)
Eftirrétturinn, ok ég veit þetta er ekki í fókus:)

Vinur Morgane kom í gær og síðan hann kom hef ég bara eldað og þrifið. Hann hefur því mjög brenglaða mynd af því hver ég er, enda bað hann mín þrisvar í gær. Þegar fór að líða á daginn komst hann samt að því að konur sem BARA elda og þrífa eru ekkert voða skemmtilegar svo ég held ég hafi misst sénsinn, æ æ híhí.

Vinir mínir sem ég gat leigt með í haust ákváðu að prenta út plaggöt með fyndnum myndum af vinum sínum og núna er plaggat (stærra en ég sjálf) af mér í eldhúsinu þeirra. Frekar krípí, sérstaklega þar sem ég er með hatt og af svipnum að dæma gæti ég verið 3. flokks klámmyndastjarna (þessi mynd slær samt sem betur fer ekki út fáránleikamyndirnar). Ég læt sem mér er alveg sama, held það sé besta trixið til að fá þá til að taka það niður sem fyrst!

Monday, February 12, 2007

Mest lítið

Jæja, hér hefur lítið gerst nema þetta venjulega. Læra og reyndar eitt kokteil partý um helgina þar sem allir áttu að vera í sínu fínast pússi:) Ágætistilbreyting frá casual stuffinu hérna.

Við Morgane í partyinu

UCSB setti á fót heilsu átak fyrir starfsmenn þess og fengum við TA-arnir að vera með. Við eigum s.s að labba um með skrefamæli alla daga (og fáum e-r bjánaverðlaun ef við stöndum okkur vel). Eftir að hafa haft mælinn á í 3 daga hef ég komist að því að ég er kyrrsetumanneskja með meiru! Helst eiga skrefin að vera 10000 á dag til að viðhalda heilbrigði en fari þau undir 5000 telst maður kyrrsetumanneskja með tilheyrandi sjúkdómahættu. Í gær klukkan 4 var ég komin með 600 skref! Ákvað því að fara úti í 3klst göngutúr (ok ég stoppaði í búðinni líka) og rétt marði þá 11000 skref! Ég er reyndar ekki alveg viss hvers vegna ég stend mig svona illa í þessu: hvort það er af því að mælirinn er ekki rétt upp settur (og ég get líka ekki haft hann með mér í sund), öfgunum í Bandaríkjamönnum (s.s mörkin eru langt frá því að vera marktæk) eða einfaldlega leti;) Hvað haldið þið?

Ég lent í einu tryllt fyndnu áðan. Ok ég var pínu kvikindi;) Einn skrifstofufélagi minn er þýskur og annar talar þýsku. Áðan datt þeim í hug að fara að tala um ástarmál þess þýska sem er á leið heim. Til að enginn skyldi þá fór samtalið auðvitað fram á þýsku og ég sat og hlustaði á öll herlegheitin (djúsi stöff hehe) þar til hann mundi allt í einu eftir að ég kann smá þýsku:) hehe hann hefur verið mjög vandræðalegur það sem eftir er dagsins en ég meina ekki bað ég þá um að ræða þetta beint fyrir framan mig:)

Saturday, February 03, 2007

Klettaklifur!

Vá ég er alveg búin á því! Í dag var ég fór ég nefnilega á klettaklifursnámskeið:) Nú veit ég loksins hvernig binda á áttuhnút (eða ein Achtknoten (er sko ekki viss hvað hann heitir í íslensku en alveg 100% með þýskuna, þeir sem tóku þýsku í 10.bekk skilja mig vonandi:))). Ég mæli alveg hiklaust með þessu og er jafnvel að velta því fyrir mér hvort ég á að taka framhaldsnámskeiðið.


Afskaplega fagmannleg, híhí.

Dagurinn byrjaði heldur snemma (6:30) og þegar við komum að klettinum, ætlaði ég að snúa við. Svo ætlaði ég bara að fara hálfa leið upp. Ég endaði nú svo á að fara þrisvar alla leið upp á topp og jafnvel í eitt af þessum skiptum hala mig alveg sjálf niður (það er frekar skerí að vita að ef ég sleppti myndi ég bara falla alla leið niður (og þegar klettaveggurinn varð ójafn fór maður að sveiflast til vildi helst nota báðar hendur til að stýra sér, en já ég komst heil á höldnu niður)). Læt bara fullt af myndum fylgja:)


Sönnun fyrir því að ég komst upp á topp:)


Þetta voru ekki nema 90 fet, eða 27,5m.


Hópurinnn eftir velheppnaðan klifurdag!

PS. Þessi "klettaklifursbelti" (e. harness) eru alveg hræðilega óaðlagandi!