Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Wednesday, December 20, 2006

Brjálæði! en gott að vera komin heim:D

Já ég held að ekkert annað orð eigi betur við síðustu 4 daga en brjálæði!

Ég vaknaði 7 á sunnudagsmorguninn ofurstressuð að klára verkefnið. Það tókst nú ekki alveg en því var skilað klukkan 4:45 um nótt, frekar illa gert (eina einkunnin sem ég á eftir að fá og hjálp veit ekki hvort ég vil kíkja:S). Á hálftíma varð ég að pakka, ganga frá húsinu og fara í sturtu. Ofan í töskuna fór aðallega óhreinn þvottur (ráð mömmu til að spara tíma;) því ekki náði ég að gera neitt svoleiðis fyrir brottför) og e-ar jólagjafir, allt í hrúgu. Ef ég verð í halló fötum um jólin er það af því að ég gleymdi öllum fötunum mínum!

Þá var haldið út á Santa Barbara flugvöll, afskaplega hress. Ekki vildi þó betur til en það var ísing á vélinni (trúiði mér núna að það er kalt á næturna í Santa Barbara?) og flugvélagið mitt átti ekki afhrýmingartæki svo það þurfti að bíða eftir að sólin kæmi upp og bræddi ísinn! Þetta varð til þess að ég næstum missti af vélinni í Pheonix. Þegar ég kom til Boston var ég hins vega orðin nokkuð viss um að þetta ætlaði að allt að hafast þrátt fyrir slæma byrjun. En nei, ég hitti Óttar og Þórólf sem sögðust hafa átt að fara daginn áður en vélarbilun varð til þess að þeir þurftu að vera einum degi lengur í Boston. Og viti menn, eftir að hafa beðið á flugvellinum í 8 klst. tókst þeim loksins að komast að því að flugvélin væri enn biluð og þeir sem höfðu beðið í einn dag fengju okkar flugvél. Svo við vorum send upp á hótel. Þetta var nú ekki alslæmt, rosa flott hótel, frír matur og ég náði að kaupa allar jólagjafirnar:) Fyrst ég náði líka að hitta Freyju á flugvellinum og láta hana fá jólagjöfina hans Henriks þá varð nú ekki mikill skaði að (nema ég missti náttúrulega af partyinu hennar Freyju).

Ég á hins vegar örugglega eftir að vera MJÖG þreytt næstu daga. Fyrst var ég vakandi í 36 tíma, svaf 6 klst. vakti í 32 tíma, svaf í einn vakti í 3 og svaf svo í 4. Er núna eiturhress en það verður örugglega ekki lengi. Ég þarf svo að halda fyrirlegstur í vinnunni á morgun sem ég hef ekki haft tíma til að undirbúa mig undir, og bíllinn minn er bilaður:S Yess stætó rúlar, hehehe;)

Verð samt að játa að ferðasagan mín nær aldrei að verða jafn spennandi að ferðasagan hennar Rástu!

Thursday, December 07, 2006

Fótbolti, jólagjafir og brjálað að gera

Jæja University of California, Santa Barbara urðu um daginn Bandaríkjameistarar í fótbolta. Já alvöru fótbolta, ekkert ruðningsrugl:) Veit hins vegar ekki hvað það segir mikið um getu þeirra. Þeir eru a.m.k. bestir af ... já kannski ekki alveg þeim allra bestu en...:)

Ég veit ekki hvernig ég á að klára allt sem ég að eftir að gera! Ég þarf að gera ansi erfitt lokaverkefni, heimapróf (sem reyndist vera 8 dæmi en ekki 2 eins og ég vonaði), fara yfir 10 dæma heimadæmi frá 120 nemendum, sitja yfir lokaprófi og fara yfir það. Allt á einni viku! Yess. Nú svo þarf ég kannski að kaupa e-ar jólagjafir til að eyða ekki fimmfalt meiri pening í það en nauðsynlegt er.

Nú til að bæta gráu ofan á svart varð ég svo veik. Veikindin sönnuðu að líðanaminni mitt er á við gullfiskaminni. Hverjum sem var óglatt fyrir 5 mín dettur í hug að fá sér myntur? Og já hverjum (hvort sem hann er veikur eða ekki) dettur í hug að fá sér 100 myntur!? Mæli ekki með því!

Nú til að klára jólagjafapakkann ætti ég kannski að leita á heimasíðu ABC (eins og þeir bentu mér góðlátlega á í tölvupósti rétt áðan). Þar er hægt að fá marga góða hluti: Dancing with the stars DVD (serian er mjög spennandi þegar maður veit hver vinnur, fullt af "mjög" frægum stjörnum sem ég hef barasta aldrei séð áður (Jerry Springer var sá eini sem ég þekkti og eini sem kunni ekki að dansa)), gervitrúlofunarhring sem ein sögupersónan í einni framhaldsþáttaröðinni fékk (aldrei heyrt um þennan þátt samt), fötin sem smekklausa Ugly Betty klæðist og síðast en ekki síst skurðlæknabúninginn úr Grey´s Anatomy sem passar báðum kynjum. Er þetta ekki efst á óskalistanum ykkar? Nú fyrir áhugasama er heimasíðan http://abctvstore.seenon.com/index.php?v=abchol&pa=holidayemail_DH. Ekki láta þetta fram hjá ykkur fara, ókeypis heimsending.

Ok ég held að það sé komið nóg af þessu steikta bloggi;) Aldrei blogga aftur veik og yfir mig stressuð.