Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, April 27, 2006

Met?

Ég hef eflaust slegið persónulegt bloggleysismet í apríl en hef góða ástæðu fyrir því.

Svanhildur systir mín hefur verið í heimsókn í 5 vikur en fór heim í morgun:S Já frekar skrýtið að hún sé bara farin, var alveg orðin vön að hafa hana bara alltaf hjá mér:) Það er hins vegar ágætis tilbreyting að sjá loksins í gólfið á herberginu mínu:) En ætti ég kannski að segja hvað við höfum gert. Var búin að segja frá San Francisco ferðinni og e-u fleiru svo byrja bara á því nýjasta og læt fullt af myndum fylgja með:)

Shauna, Svanhildur, Khaled, Sandra og ég fórum í dýragarðinn hér. E-rra hluta vegna hef ég alltaf hugsað að dýragarðar væru fyrir börn svo ég bjóst ekki við miklu en það var bara mjög gaman. Hellingur af skemmtilegum og skrýtnum dýrum en gírafinn með klofna hálsinn stóð upp úr. Ég gat varla horft á hann, varð bara ill í hálsinum, en þetta á víst ekki að hafa nein áhrif á hann.
Gírafinn frægi
Annað sjónarhorn af honum
Dýragarðsgestir
Og aftur svo maður geri nú ekki upp á milli Söndru og Svanhildar

Nú svo átti Shauna afmæli. Það var mjög skemmtilegt, fólk úr öllum áttu sem þekktist flest ekkert en við áttum samt öll ágætlega saman. Svo fengum við líka svo góðan indverskan mat, namm, og fórum á skemmtilegan bar með packman tölvuleik í stað sjónvarps(ágætis tilbreyting en vá hvað ég er léleg í packman).Svanhildur, Shauna afmælisbarn, undarleg mynd af mér, Solla

Bragi og Jonna (systkini á níræðisaldri sem búa hérna og þekktu ömmu mína vel) buðu svo okkur Svanhildi út að borða á mánudagskvöldið. Það var mjög gaman og maturinn mjög góður (ég er sko alveg komin með upp í kok af mötuneytismatnum og nýti hvert einasta tækifæri til að sleppa máltíð þar úti í ystu æsar). Steinunn dóttir hans Braga kom með í matinn og gaman að kynnast henni. Hún skilur íslensku en finnst erfitt að tala hana og ég komst að því að ég get ekki fyrir mitt litla líf hlustað á ensku og svarað á íslensku. Hún á tvo íslenska hunda, Leif og Eirík, sem eru algjört krútt og vekja náttúrulega mikla athygli hér.
Ég, Jonna, Svanhildur, Steinunn og Bragi

Eftir matinn fórum við í kveðju partý hjá Dario (svissneskur skiptinemi í vélaverkfræði sem var að fara heim). Scott, John og Chris ákváðu að klæða sig afarsmekklega í tilefni þess. Þeim finnst Dario klæða sig í heldur þröng föt, en já mér fannst þetta frekar fyndið, samt ekki bara af því hvernig þeir litu út í fötunum heldur líka vegna þess að mínu mati er Dario yfirleitt smekklegra klæddur en þeir. Mér finnst ekki að strákar eigi að vera í öfur þröngum fötum en algjör óþarfi að vera í e-u 5 nr. of stóru sem auk þess býr til mjaðmir og mitt á þá. En hvað um það.
Chris, John, Dario og Scott

Í gær var svo alsherjar Íslendinga grill, alveg óvart samt:) Við Svanhildur ætluðum að grilla með Gunna, Sollu og Shaunu fyrst Svanhildur var að fara. Svanhildur var hins vegar svo stórtæk í matarkaupunum að tvöfalda "varð" matargestina og samt var afgangur:) Grillið endaði svo í skemmtilegum umræðum á ensku svo Shauna yrði ekki útundan.

Nú svo er ég komin með sumarvinnu á Línuhönnun:) Já ákvað s.s. að koma heim í sumar í a.m.k. 2 mánuði (júlí og ágúst). Hlakka til að hitta ykkur öll!

Thursday, April 13, 2006

Páskar?

Eins ofur kristnir og sumir Bandaríkjamenn geta verið er alveg ótrúlegt hvað ber lítið á páskunum hér. Það er náttúrulega ekkert frí í skólanum (bara venjuleg helgi:S) og allar búðir opnar eins og venjulega og engin merki þess að þessi fimmtudagur sé e-ð öðru vísi en aðrir. Ef e-ð er er bara meira að gera: próf, fullt af verkefnum sem eru sett alltof seint fyrir og annað eins. Ég fékk samt páskaegg númer 6 svo þetta er allt í lagi:)

Hvað sem því líður hef ég verið mjög dugleg í "félagslífinu" undanfarna daga (er í gæsalöppum því félaglíf hér er sko ekkert alvöru djamm, meira sex tíma tal- og átveislur, strandblak og aðrar íþróttir svo mér hefur tekist að brenna þrátt fyrir ofursterka sólarvörn) og er ástæðan líklega sú að helmingur krakkanna (allir sem voru með master fyrir) voru að klára aðalprófið sem við þurfum að taka til að mega fara í doktor (næsta haust hjá mér) svo þau eru að fara yfirum af einangrun síðustu vikna/mánuða. Í fyrra dag fórum við svo í fótbolta. Það var mjög greinilegt að fótbolti er ekki ein af aðalíþróttum Bandaríkjamanna því allir útlendingarnir í liðunum sköruðu verulega fram úr. Meira að segja ég sem kann ekki baun í fótbolta var spurð hvort ég hefði e-rn tíman æft! og er þekkt sem tuddinn eftir þennan leik.

Jæja verð að fara að borða áður en ég fer í tíma, í allan dag. Það vildi svo skemmtilega til að ég er bara í skólanum á þriðju og fimmtudögum (ef ég tel ekki með sundtíma, eitt seminar og einn office hour sem ég þarf að hafa) en auðvitað frá morgni til kvölds þá daga:S

Friday, April 07, 2006

San Francisco

Jæja kominn tími til að blogga eins og Valla og Ösp hafa bent á. Gallinn er bara sá að annað hvort á ég eftir að skrifa eina línu eða nokkrar blaðsíður, sjáum til hvar þetta endar.

Svanhildur systir mín er í heimsókn og í tilefni þess að það var Spring break var mér hent út úr húsinu mínu svo við ákváum að fara til San Francisco. Það var frábært nema að það rigndi alla dagana og var töluvert kaldara en í Santa Barbara. Við versluðum alveg heilan helling og skoðuðum alla týpísku túrista staðina. Nú svo fórum við á tæknisafn í San José (það tók 5 tíma en átti að taka tvo samkvæmt starfsmanni þar), fórum í IMAX bíó, venjulegt bíó (rándýrt og með pissulykt:S) og borðuðum ótrúlega góðar og dýrar ostakökur í Cheesecake factory. Á leiðinni heim datt okkur svo í hug að fara "the scenic route". Við hefðum heldur hlustað á Völlu sérstaklega þar sem það var rigning úti. Þetta var vissulega fallegt en eftir um 80mílur af 180 gráðu beygjum á 50m fresti og sama yndislega útsýninu tóku við 40mílur af upp og niðurhossum og engu. Svanhildur var um það bil að æla og ég í krampakasti yfir að við værum bara fastar á þessum vegi og engin leið að komast út fyrr en hann endaði.

Núna erum við Svanhildur að passa dýr og hús fyrir hann Björn Birni. Mjög gott að hafa risastórt hús, sérstaklega þar sem Svanhildur er í heimsókn og það komast varla tveir inn í litla herbergið mitt á campus. Dýrið sem er chincilla (hef ekki hugmynd um hvað það er á íslensku) er því miður svolítið hrætt við okkur og byrjaði á að bíta Svanhildi, vonandi fer það að venjast okkur bráðum:)

Annars er skólinn byrjaður á fullu og mér líst bara vel á önnina en er svolítið hrædd um að það verði mikið að gera af því að ég er að taka fleiri kúrsa en áður.

Ekki tími fyrir meira