Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Tuesday, May 13, 2008

Sigling, stíð og sporðdreki

Það er alveg ótrúlegt hvað það virðist vera erfitt að skrifa á þetta blogg! Ég er alltaf að gera e-ð spennandi en frásagna gleðina (a.m.k. blogg version af henni) vantar:( Sumt kemst þó í gegnum stífluna;)

Um helgina fór ég sigla með vinum mínum. Einn vissi örlítið hvernig á að sigla en við hin tvö ekkert. Það tók smá tíma að koma seglunum upp sökum kunnáttuleysis en það stoppaði okkur ekki! Þegar út í var komið tókst svona líka vel að sigla - með vindi - en það sama er því miður ekki hægt að segja með á móti vindi;) Við værum líklegast enn úti á sjó (eða kannski hefði strandgæslan pikkað okkur upp;)) ef einn gaur sem sigldi fram hjá okkur hefði ekki áttað sig á því að við vorum ekki alveg í okkar besta standi og boðið okkur hjálp sína. Við komumst að lokum í land eftir að hann hrópaði á ca. 5mín fresti "allir í þennan enda bátsins og tosa í þetta reipi". Frekar fyndið eftir á, sérstaklega þar sem við þekktum annan strákanna ekkert og hann var bara í Santa Barbara til að sjá hvort hann ætti að koma hingað í postdoc. Eftirminnileg lífsreynsla fyrir hann, vona að hann haldi ekki að allir í SB séu svona klikkaðir;)

Sandra vinkona mín frá Líbanon fór heim til sín í síðustu viku í brúðkaup systur sinnar. Eins og flestir vita byrjaði víst borgarastyrjöld þar einmitt líka í síðustu viku! Brúðkaup systur hennar var því aflýst og Sandra var föst í Líbanon þar sem flugvellinum var lokað. Hún náði svo á endanum að flýja til Sýrlands (flestir vegir voru lokaðir (og engin leið að vita hverjum var lokað) og vopnaði menn vöktuðu þá, svo hún var mjög heppin að vegurinn sem þau völdu var opinn akkurat þegar þau fóru í gegn) og eftir tveggja daga ferðalag komst hún hingað! Sandra reyndi mikið að fá mig til að koma í brúðkaup systur sinnar, svona eftir á er ég fegin að ég lét ekki til leiðast. Sögur af stríði og þvílíku eru alltaf svo fjarri manni svo mér finnst það ótrúlega skrýtið þegar vinkona mín lendir allt í einu í svona!

Já og meðan ég man, um daginn fann í sporðdreka á gólfinu fyrir neðan rúmið mitt! Frekar skerí!