Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Friday, October 20, 2006

Á ég aftur að blogga um surfing?

Mig langar það en þið eruð kannski alveg komin með nóg af því... hehe a.m.k. verður 4 tíma surf á morgun án kennara svo ég ætti að komast að því hvort kennarinn er að vinna alla vinnuna eða ekki:)

Annars ætla ég að setja mynd sem mér var gefin hérna í Californíu. Hún er af ömmu minni og systkinum hennar, langömmu og langafa! Frekar fyndið að finna fjölskyldumynd svona hinum megin á hnettinum:) Hver haldiði svo að sé amma mín?


PS: Hvað finnst ykkur að ég eigi að vera á Halloween? Það eina sem ég er búin að ákveða er að ég ætla að vera með hárkollu sem er með dökkt sítt hár og skær grænan augnskugga. Veit bara ekki alveg hvað ég get þóst vera...hmm. Hugmyndir eru vel þegnar:)

Friday, October 13, 2006

Screening smeening

Ég var að klára próf sem allir sem ætla að klára doktorsnám hérna þurfa að ná. Þetta eru tvö 45mín próf þar sem maður stendur einn uppi á töflu og tveir prófessorar sem eru sérhæfðir á þessum sviðum spyrja mann spjörunum úr til að sjá hvort þeim finnst við vera nógu fróð til að halda áfram. Annað prófið var skítlétt en hitt ekki. Það gekk svo illa að það var eiginlega fyndið. Þeir báðu mig um að teikna e-ð sem ég vissi ekkert hvernig leit út svo ég gerði bara e-ð. Nú þá fóru þeir að benda manni á gallana og ég endaði á að breyta því í algjöra andstæðu þess sem ég byrjaði með, heheh. Þeir höfðu líka einstaklega gaman að spyrja mann í þaula út í það sem þeir sáu að maður var ekki 100% viss um (við vorum þrjú sem tókum þetta próf, það byrjaði eins hjá öllum en svo þróaðist það í sitt hvora áttina hjá öllum af því að við vorum ekki öll með sömu veikleikana). En þeir komust nú samt að þeirri niðurstöðu í lokin að ég kynni nógu mikið svo ég náði:D Ég hefði sko aldrei hleypt mér í gegn, hehe. Segir manni bara að maður er víst harðasti gagnrýnandinn sinn:)

En að öðru. Eftir tvo surf tíma er ég orðinn algjört fan! Kennarinn segir að ég sé "natural surfer" en ég held að það sé bandarísk ofur kurteisi. Ég get núna vel staðið og allt en þeir ýta okkur inn í öldurnar svo það er svolítið svindl;)

Og að allt öðru. Ég skil ekki skammtastærðir í Bandaríkjunum. Ef maður fer á veitingastað er einn skammtur nóg fyrir alla fjölskilduna! Ef maður kaupir mat tilbúinn í búð eru næringargildisupplýsingarnar alltaf gefnar í einum “skammti”. Þar hefur einn skammtur hins vegar allt í einu minnkað til muna. Ég hef þá sterklega grunaða um að velja bara skammta stærðir þannig að varan virðist mjög hitaeiningasnauð (og vona að heimskir kúnnar falli fyrir því). Máli mínu til stuðnings selur sama fyrirtækið grænmetis pizzur og pepperóni pizzur. Ef maður fær sér grænmetispizzu er einn skammtur 1/6 af pizzunni en bara 1/8 ef maður fær sér pepperóní! Ég spyr nú bara hver verður saddur af 1/8 af 12” pizzu? Ekki ég:)

En nóg af röfli í bili:)

Thursday, October 05, 2006

Surf smurf

Jáhá það hlaut að koma að því að ég færi e-r tíman í sjóinn hér. Í dag var fyrsti surf tíminn minn og ég verð bara að segja að það var MJÖG skemmtilegt. Ég get nú ekki sagt að það sé mér neitt í blóð borið en mér tókst a.m.k. að standa smá:)

Tíminn byrjaði mjög fyndið, en mjög bandarískt. Fyrst var hálftíma yoga surf sem er víst lykilatriði til að geta surfað rétt. Get samt ekki kvartað, frekar magnað að stunda yoga á strönd:)

Sjórinn var hins vegar óheyrilega kaldur (þeir sem trúa mér ekki, það er hafstraumur sem kemur frá Alaska hingað niður og sjórinn hitnar lítið á leiðinni, sjórinn var svo kaldur að ég fór í sturtu á eftir sem hafði bara kalt vatn og mér fannst hún volg!) og hefði ég ekki verið í blautbúning hefði ég líklega ekki endst lengi. Eftir um hálftíma í sjónum voru þrír puttar á hvorri hönd "dánir" og öll ilin á báðum löppum alveg hvít (og meðfylgjandi tilfinningarleysi). Ég var svo 3 klst. að ná almennilegum hita í kroppinn, jafnvel þótt ég fengi mér heitt kakó. Líklega frekar fyndið að horfa á mig labba um campus dúðaða og skjálfandi þegar flestir aðrir eru í stuttbuxum og tátiljum:)

Hlakka samt mikið til að fara í næsta tíma:D