Saturday, October 27, 2007
Tuesday, October 23, 2007
Ég held þú hafi verið of lengi í Kaliforníu þegar....
(Ösp bað um blogg svo hérna kemur eitt mjög andlaust blogg, mjög litað af því hvað ég hef verið upptekin síðustu daga: bara lært og synt.)
- þér finnst það argasta ókurteisi að manneskjan sem tróð sér á brautina "þína" hafi ekki spurt um leyfi fyrst (það komast víst bara tveir fyrir á hverri braut, því ekki er hægt að synda í hringi!).
- þú mannst ekki hvenær þú sást e-rn synda bringusund síðast, hvað þá skólabaksund.
- þér finnst ekkert skrýtið að sextugi karlinn í sundi sem þú þekkir ekkert byrji að tala við þig og endurtaki í sífellu hvað honum finnist gaman að hitta á þig
- þú ert hætt að kippa þér upp við aðdáun annarra þegar þú segist ætla að fara að synda þegar það er dimmt og bara 15°C.
- þú nennir ekki að taka með sér sjampó og annað dót í sund, svo þú hjólar bara heim í blautu bikiníi.
- það er frekar regla en undantekning (og þú skerð þig ekki úr fjöldanum)
- þú ákveður líka að koma við í búðinni þrátt fyrir að þú sért í blautu bikiníi og mjög ljótum stuttbuxum yfir.
- þú kaupir oft mat í ofurheilsubúð sem selur bara organic, vegan mat sem ræktaður er í nánasta umhverfi.
- þú fréttir af því sem er að gerast í nánasta umhverfi fyrst á mbl.is (þar með taldir skógareldarnir sem eru víst hér í suður Kaliforníu).
- þér er alveg sama þótt það sé hitabylgja og ert samt inni á skrifstofu allan daginn
- þér er alveg sama þótt þér sé kalt af því að þú veist að það verður heitara á eftir
- þér finnst ekkert erfitt að vakna á morgnana
- en þér finnst samt pínu óþægilegt að þú skulir vakna af sjálfsdáðum áður en það er orðið bjart af því að þá er klukkan of snemmt!
- þér finnst e-ð vanta þegar þú segir bara hæ (eins og t.d. how are you)
- og þú vilt helst klína nafni þess sem þú talar við á eftir hverri einustu setningu
- það veldur þér verulegu hugarangri að vera ekki búin að finna búning fyrir Halloween.
- þér finnst æði að Halloween sé á miðvikudegi því þá er hægt að halda upp á það bæði helgina fyrir og helgina eftir;)
- þú hjólar allt sem þú ferð og mannst varla hvar bíllinn þinn er lagður
- það líða því nokkrir mánuðir á milli þess sem þú fyllir á bílinn (og það kostar innan við 2000kr að fylla tankinn)
- þú ert hætt að kaupa þér föt sem kosta meira en 2000kr enda er annað bara bruðl;)
- ég gæti eflaust haldi endalaust áfram ef ég væri ekki svona þreytt, svo þetta verður að duga;)