Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, February 04, 2008

Froskalappir, sniglar, superbowl og ofurkona!

Þrátt fyrir að mér finnist ég hafi gert sem minnst síðustu daga þá hefur mér tekist að láta það allt vera mjög vel lukkað, svo það er frá mörgu að segja:)

Fór í júdó á laugardaginn og í superbowl party í gær og út að borða með Jonnu og Braga. Jonna og Bragi eru æðisleg, eins og að eiga afa og ömmu hérna í Santa Barbara. Þau tóku mig á voðafínan franskan veitingastað og ég fékk mér í fyrsta sinn snigla og froskalappir! Sósan var voðagóð og kjötið var líka gott en það var svolítið augljóst hvað ég var að borða svo það skemmdi pínu fyrir. En ég fékk líka lamb og ostaköku sem voru æði! Held ég þurfi ekki að borða út vikuna. Á flestum Bandarískum veitingastöðum er sjónvarp (og yfirleitt nokkur) og sérstaklega þegar það er superbowl. Þessi veitingastaður var hins vegar svo fínn að sjónvarpið vantaði! Bragi vildi endilega vita stöðuna í leiknum og bað einn þjóninn að tékka. Þjónninn tilkynnti okkur þá að allir kirkjuvinir hans væru að horfa á leikinn svo hann gæti kannski séð hver staðan væri. Nokkru seinna labbaði hann framhjá borðinu og laumaði mjög lúmskulega miða á borðið, en gekk áfram eins og hann hefði bara verið að labba fram hjá borðinu. Á miðanum stóð staðan í leiknum. Staðurinn var s.s. svo fínn að það varð að fara fínt í að bera fréttir af leiknum;) hehe við sprungum gjörsamlega úr hlátri þegar við áttuðum okkur á því hvað hafði gerst (kannski er þetta meira "had to be there" saga en:)).

Ég var að koma af fyrirlestri með ofurkonunni Lynne Cox. Hún hefur sent fjölmörg met í sjósundi, m.a. synti hún meira en mílu við strendur suðuskautslandsins bara í sundbol (sjórinn var við frostmark)! Hún synti milli Bandaríkjanna og Rússlands til að reyna að koma á sáttum í kaldastíðinu, líka milli Argentínu og Chile til að róa öldurnar þar. Hún hefur tvisvar slegið bæði karla og kvenna hraðamet í Ermasundi (innan við 10klst), og svo mætti lengi telja. Það fyndasta er að ef ég sæi hana úti í búð myndi ég bara halda að hún væri eins og hver önnur fimmtug kona. Hún var víst líka í UCSB hér á árum áður. En a.m.k. fyrirlesturinn hennar var magnaður, ekki bara af því að það sem hún var að segja frá eru náttúrulega ótrúlega afrek heldur líka af því að hún hefur rosalega frásagnarhæfileika og virðist vera mjög down to earth og indæl manneskja. Gaman þegar maður rekst á svona fólk sem er með háleit markmið og notar þau til að leiða gott af sér.