Skógarbjörn
Þar sem Ösp óskaði eftir bloggi (fyrir óralöngu reyndar) kemur eitt stutt hérna.
Þegar ég vaknaði á laugardagsmorguninn voru tilkynningar á öllum húsunum í kring sem vöruðu við skógarbirni! Ég var nú nokkuð viss um að þetta væri djók en svo reyndist víst ekki vera (fjöldi fólks hefur víst séð til hans). Ekki hefur tekist enn að fanga björninn svo síðustu vikuna hefur eitt stykki skógarbjörn hlaupið um campus (og aðeins um 500m frá því sem ég á heima). Það er nokkuð um "villt svæði" á campus svo ég skil kannski hvernig hann getur falið sig þar en það er mér algjörlega óskiljanlegt hvernig honum tókst að villast í gegnum allan bæinn og enda hér! Vona að þeir nái að bjarga honum fljótt:)