Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, July 03, 2008

Skógareldar, flutningar, softball, magadans o. fl.

Jæja það eru víst enn á ný skógareldar hér. Í þetta sinn frétti ég það ekki af mbl.is eða mömmu heldur bara af því að ég leit út um gluggann! Já í um 5km frá húsinu mínu stendur heilt fjall í logum! Þegar ég kom heim í dag var rafmagnslaust (140þúsund manns urðu rafmagnslaus) og rafmagnið kom ekki á fyrr en 5 klst seinna (og bara af því að ég er í húsnæði á vegum skólans, allt hverfið í kring er enn án rafmagns). Þrátt fyrir að eldurinn sé ansi nálægt er ég langt frá þeim stað sem þeir hafa rýmt og líka þeim húsum sem þeir hóta að rýma hvað á hverju, svo ekki mikil hætta á ferð, bara rosa mikil aska út um allt. Við sjáum til hversu lengi það endist:)


Mynd tekin úr bílageimslunni minni.

Annars er lítið að frétta. Flutti nýlega í glænýtt hús, æði að hafa allt nýtt. Meðleigjendurnir eru líka cool. Nú svo er ég plötuð til softball lið, get nú ekki sagt að ég sé góð í því en það er gaman. Ég er fór líka í magadans áðan, geta mín þar er álíka glæsileg og í softball;) hehe