Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, August 26, 2007

Kominn tími á blogg!

Jæja hef ekki bloggað í langan tíma! Er (löngu) komin aftur út eftir ansi vel heppnað og algjörlega lífsnauðsynlegt frí á Íslandi. Það er ótrúlegt hvað svona frí geta haft góð áhrif á mann! Heima fór ég meðal annars í mjög vel heppnað brúðkaup, gæsun, sá litlu dúlllurnar hennar Írisar, í Húsafell, Grímsey, Kjöl og Mývatnssveitina o.m.fl. ofurskemmtilegt.

Síðan ég kom út hef ég nú ekki heldur setið auðum höndum. Ég er búin að skila MS ritgerðinni til prófdómaranna (bíð bara eftir að þeir lesi yfir og segji hvað má betur fara). Nú svo hef ég siglt, surfað, farið í fjallgöngu, kveikt bál í fjörunni, farið í blak, tónleika í LA, fengið mér Godiva ostaköku á Cheesecake factory, farið í nokkur grill party o.fl..

Bráðum flytur svo meðleigjandi svo inn, það verður gott að hafa e-rn annan í íbúðinni, pínku einmanalegt hérna:( Veit að ég get ekki búist við að hún verði eins þægileg í umgengni og Morgane en maður verður nú að vona það besta:)

Sunday, August 05, 2007

Klukkiklukk

Jæja Bjarnheiður klukkaði mig svo ég verð að segja átta hluti um mig sem koma á óvart eða fólk veit ekki... dettur lítið í hug... reyni samt...
  1. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða fimm barna einstæð móðir. Helst vildi ég líka vinna á leikskóla. Pínku klikkað barn...
  2. Þegar ég var lítil átti ég leikfanga bíl sem maður gat setið á. Skemmtilegast fannst mér að bakka og beygja í leiðinni, fannst það e-ð öfugsnúið. Eins og ég sagði pínku klikkað barn...
  3. Ég get verið algjör púki stundum en hef þó aðeins mildast með aldrinum:) Freyja lenti iðulega í því að ég gaf henni myglaðan mat og þá sérstaklega drykki þegar hún kíkti í heimsókn þegar við vorum yngri. Myglaða Smintið er líka eftirminnilegt, hjá þeim sem í því lentu;)
  4. Mér finnst gaman að fljúga, jafnvel núna þegar ég þarf að fara í 3 flugvélar í samtals 12-24 klst til að komast milli Santa Barbara og Íslands. Mér finnst hins vegar ekki eins gaman að festast eins og virðist gerast í 50% tilfella:S Ég held að þessi flugáhugi minn stafi af því að bróðir minn hræddi mig svo mikið í flugum þegar ég var lítil. Hann sagði t.d. að það væri múrveggur við enda brautarinnar og allir þyrftu að hjálpa flugmanninum með því að þrýsta á fótskemlana svo við myndum ekki klessa á hann:)
  5. Ég er ógurlega þrjósk og ef ég hef tekið ákvörðun er mjög erfitt að fá mig ofan af henni. Ég er samt sem betur fer tiltölulega skynsöm svo flest reddast yfirleitt:)
  6. Ég er háð Extra tyggjói með eucalyptus, en það vita reyndar flestir. Var einmitt að kaupa 8 karton til að hafa með mér út:)
  7. Ég hlusta ekki mikið á tónlist og hef lítið vit á henni. Ég á það hins vegar til að fá æði fyrir e-u lagi og hlusta þá á það aftur og aftur OG aftur í þónokkuð langan tíma! Eins og litlu börnin, aumingja meðleigendurnir mínir!
  8. Ég er algjörlega háð því að tékka reglulega (þá á ég við á nánast 5mín fresti þegar verst lætur) á emailinu mínu og facebook. Leiðindaávani!
Klukka Hiddu, Þórhildi, Helgu, Rakel, Þóru og Rástu (ég veit að það er búið að klukka sumar áður en þær eru ekki búnar að svara).