Kominn tími á blogg!
Jæja hef ekki bloggað í langan tíma! Er (löngu) komin aftur út eftir ansi vel heppnað og algjörlega lífsnauðsynlegt frí á Íslandi. Það er ótrúlegt hvað svona frí geta haft góð áhrif á mann! Heima fór ég meðal annars í mjög vel heppnað brúðkaup, gæsun, sá litlu dúlllurnar hennar Írisar, í Húsafell, Grímsey, Kjöl og Mývatnssveitina o.m.fl. ofurskemmtilegt.
Síðan ég kom út hef ég nú ekki heldur setið auðum höndum. Ég er búin að skila MS ritgerðinni til prófdómaranna (bíð bara eftir að þeir lesi yfir og segji hvað má betur fara). Nú svo hef ég siglt, surfað, farið í fjallgöngu, kveikt bál í fjörunni, farið í blak, tónleika í LA, fengið mér Godiva ostaköku á Cheesecake factory, farið í nokkur grill party o.fl..
Bráðum flytur svo meðleigjandi svo inn, það verður gott að hafa e-rn annan í íbúðinni, pínku einmanalegt hérna:( Veit að ég get ekki búist við að hún verði eins þægileg í umgengni og Morgane en maður verður nú að vona það besta:)