Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, October 24, 2005

Læknir

Áðan ákvað ég að prófa læknisþjónustuna hérna í skólanum. Vöðvabólgan var aðeins að seinka prófalærdóminum um helgina svo ég ætlaði að sjá hvort ég gæti ekki fengið tilvísun til sjúkraþjálfara. Verð nú bara að segja að þetta var upplifun útaf fyrir sig!

Ég hélt að tilvísun væri bara smá skoðun og ein undirskrift en það var greinilega algjör misskilningur. Fyst var ég mæld (maður fær nú oft hita þegar maður er með vöðvabólgu:)), blóðþrýstingur tekinn (annað greinilegt merki um vöðvabólgu:)), púls tekinn. Svo ég var hæðarmæld, þyngdarmæld (mér leið eins og í grunnskóla), þurfti að rifja upp tíðarhringinn (því hann ruglast einmitt líka við vöðvabólgu) og svara alveg fáránlega löngum lista um sjúkrasögu mína og annarra ættingja! Síðan fékk ég heljarinnar fræðslu um vöðva, bein og liðamót í bakinu (sem var nú reyndar alveg ágætt), röntgenmynd var tekin og ég þurfti að lýsa nákvæmlega hvernig og hvar verkirnir væru.

Já 1,5klst eftir ég steig inn í húsið (og einmitt þegar ég átti að vera í tíma) mátti ég loksins fara. Hefði kannski frestað þessu ef ég hefði vitað vesenisstigið á þessul, reyndar er ég alveg viss um að þá hefði ég bara látið mig hafa það og aldrei farið;)

Friday, October 21, 2005

Grada, peida

Ég held að ég sé búin að finna hvað er það leiðinlegasta í öllum heimi: að fara yfir heimavinnu og skyndipróf! Ég var að klára að fara yfir 130 heimadæmi og hef nánast ekki gert annað síðan á miðvikudag!

En nóg um það, ótrúlega langt síðan ég skrifaði hérna síðast(og vá í fyrsta skipti með íslenskum stöfum:)). Það er bara búið að vera brjálað að gera. Heimavinna langt fram eftir nóttu og annað eins. Svo eru líka að fara að koma midterms:S Frekar fyndið hérna hvað allt er ofurrólegt hérna (enginn að stressa sig yfir neinu) nema í skóla og læri fílingnum, þar er sko reynt að kenna manni jafn mikið efni og heima nema bara á 10 vikum!

Annars er líka alveg nóg að gera í félagslífinu, svolítið öðru vísi en heima en gaman samt. Á morgun verður vöflumorgunmatur í húsinu mínu, graskeraskurður með verkfræðikrökkunum (aldrei skorið grasker áður) og um næstu helgi verður hin alræmda Halloween! Santa Barbara er víst þekkt fyrir að vera aðalstaðurinn til að skemmta sér á Halloween. Hingað koma 60þúsund manns og já snúa öllu við. Þar sem ég bý á dorminu(með 18ára stelpum) varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hlusta á officer Miller segja okkur (í 1,5klst stundum geta þessir kanar talað endalaust!) allt um það hvernig maður endar í fangelsi á Halloween. Það er víst alveg nóg að vera fullur, ganga um með bjór, neita að segja hver maður er.... (og sektirnar hlaupa á þúsundum dollara!). Allt frekar undarlegt, ég hélt að maður væri svo frjáls hér (greinilega annað mat á frelsi hér en heima).

Á Halloween verður maður víst að vera í búning og helst hafa fimm stykki (einn fyrir hvern dag fim til mán) og það er víst allt leyfilegt svo framarlega sem hægt er að bæta orðinu slut aftan við (ef búningurinn er meira en brjóstahaldari og boxer þá sker maður sig víst verulega úr). Gott að mamma skuli vera að koma í heimsókn yfir Halloween;)

PS. Bókstafurinn h datt af tölvunni minni og er brotinn, svo ég fékk nýtt lyklaborð. Það verður skrautlegt að skipta um það!

Sunday, October 09, 2005

Thad sem ther dettur i hug!!!

I vikunni sem leid datt mer i hug ad fara ad versla a hjolinu minu. Eg keypi adeins meira en eg aetladi mer og ja endadi med: 10L flosku af vatni, 3 stora hagkaupspoka, ohreinatauskorfu og ja stort straubretti!. Nu svo af thvi ad eg a ekki Kaliforniu skilriki (og debetkortid mitt sem eg pantadi fyrir manudi er ekki komid, se okkur i anda saetta okkur vid thad heima) tha vildu their ekki taka vid tekkanum minum (ja their nota enntha tekka herna!). Svo eg thurfti ad borga med peningum (og sleppa namminu minu) og tha atti eg ekki lengur fyrir staeto heim;S Jaeja tha byrjadi nokkura km ganga heim med hjol og allt draslid ad ofan. A medan eg labbadi heim vard dimmt og allir heldu ad eg byggi a gotunni. Kannski serstaklega af thvi ad mer fannst thetta svo fyndid ad eg var hlaejandi alla leidina;) Thad faranlega er samt ad thetta er i thridja sinn sem eg fer ad versla a hjolinu og enda med allt of mikid drasl. Vona ad allt se thegar thrennt er og eg lati til segjast (eg get kannski ekki gert allt), kannski eg hringi bara i e-rn sem a bil naest;)

I gaer for eg i Universal Studios med international krokkunum. Thad var bara mjog gaman, en ef eg fer thangad aftur verd eg bara i mummy russibananum, hann var eiginlega eina almennilega tivolitaekid (eg veit thu varst fyrir vonbrigdum Valla en thu hlytur ad vera sammala ad thad var a.m.k. ekkert annad taeki sem var betra).

Undur og stormerki gerast enn, eg fekk tolvuna!!! Hun kemst i gagnid innan tidar;)

Ps. Adan stal e-r hjolalasnum minum en skildi hjolid mitt eftir, eg kvarta nu ekki en hvad hefur folk ad gera vid las an lykils?

Tuesday, October 04, 2005

Teiti (eg var buin med party smarty ;))

Thar sem thad eru engar visindaferdir herna og thvi frekar erfitt ad kynnast ollum hinum sem voru lika ad byrja i velaverkfraedi akvadum vid Sandra ad thad yrdi e-r ad halda party. Nema hvorug okkar byr i husnaedi sem leyfir partyhold (eg er i 10fermetra herbergi og thad a ad vera hljod eftir half tiu!) svo okkur datt su snilldar hugmynd i hug ad halda thad bara heima hja strakunum sem eg aetladi ad leigja med! Svo vid bara tilkynntum theim thad, fyrst i djoki natturulega en svo thegar their virtust ekkert hafa a moti thvi tha var natturulega ekki haegt annad en ad halda partyid;) hihi madur getur nu stundum ferid svolitil frekja;)

Thetta var natturulega ekki svona party party heldur adeins fagadra en gengur og gerist en samt mjog skemmtilegt. Sandra eldadi otrulega godan libanonskan mat ofan i 15 manns og eg gaf theim islenskt nammi ( Noa-Kropp (sem theim fannst mjog fyndid thvi thad hljomadi eins og crap), kulusukk, graent opal (sem var ovinsaelast og thegar eg sagdi ad thetta vaeri krakka nammi fannst theim thad agaetis hugmynd ad gefa krokkum tad thegar thau vaeru othekk;), samt klarudust tveir risapakkar;)) og svo thad litla sem eg atti eftir af eucalyptus extra) sem gekk nu bara furdu vel ofan i thau og eg er buin ad lofa ad gefa theim meira tegar mamma kemur i heimsokn. Eg set inn myndir um leid og eg fae tolvuna mina.