Læknir
Áðan ákvað ég að prófa læknisþjónustuna hérna í skólanum. Vöðvabólgan var aðeins að seinka prófalærdóminum um helgina svo ég ætlaði að sjá hvort ég gæti ekki fengið tilvísun til sjúkraþjálfara. Verð nú bara að segja að þetta var upplifun útaf fyrir sig!
Ég hélt að tilvísun væri bara smá skoðun og ein undirskrift en það var greinilega algjör misskilningur. Fyst var ég mæld (maður fær nú oft hita þegar maður er með vöðvabólgu:)), blóðþrýstingur tekinn (annað greinilegt merki um vöðvabólgu:)), púls tekinn. Svo ég var hæðarmæld, þyngdarmæld (mér leið eins og í grunnskóla), þurfti að rifja upp tíðarhringinn (því hann ruglast einmitt líka við vöðvabólgu) og svara alveg fáránlega löngum lista um sjúkrasögu mína og annarra ættingja! Síðan fékk ég heljarinnar fræðslu um vöðva, bein og liðamót í bakinu (sem var nú reyndar alveg ágætt), röntgenmynd var tekin og ég þurfti að lýsa nákvæmlega hvernig og hvar verkirnir væru.
Já 1,5klst eftir ég steig inn í húsið (og einmitt þegar ég átti að vera í tíma) mátti ég loksins fara. Hefði kannski frestað þessu ef ég hefði vitað vesenisstigið á þessul, reyndar er ég alveg viss um að þá hefði ég bara látið mig hafa það og aldrei farið;)