Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Thursday, March 22, 2007

Þóra frænka í heimsókn

Jæja nokkuð langt síðan ég bloggaði síðast, enda mikið að gera.

Þóra frænka var í heimsókn í síðustu viku og að því tilefni reyndum við að gera e-ð skemmtilegt þótt við værum báðar alveg á haus í verkefnum og prófum. Við fórum t.d. í vínsmökkun, til L.A. að skoða hús fræga fólksins, Rodeo drive, Hollywood, Santa Monica, Venice Beach, H & M (þar sem ég missti mig pínu), strandblak og oft oft út að borða;). Ótrúlega skrýtið þegar hún fór, var greinilega orðin of góðu vön, orðin háð því að geta alltaf talað við e-rn og það á íslensku:D Hún ætlaði nú samt aldrei að komast á leiðarenda vegna flugrugls (átti að fara á sunnudaginn og þeir sögðust bara geta tryggt henni far á fimmtudaginn og ekki borga hótel allan þennan tíma!) en það fór þó aðeins betur en á horfðist í fyrstu.

Þóra í Hollywood
Við frænkurnar á Cheesecake Factory

Var bara að klára síðasta verkefnið mitt og flýg eftir 2,5klst til Seattle. Við Valla erum alveg að fara yfir um í skipulagningu eða þannig. Erum jafnvel meira á síðasta snúningi en við Ösp vorum þegar við fórum til Berlínar;) Við erum ekki búnar að plana NEITT og varla búnar að tala við Tuma! En ég efast ekki um að við finnum samt helling skemmtilegt að gera:) Blogga um það seinna!

Sunday, March 04, 2007

Vatnssmökkun

Einn vinur minn fann íslenskt vatn úti í búð í Colorado. Það er ekki eins algengt hér eins og á austurströndinni (ég hef aldrei séð íslenskt vatn hér) og honum fannst það alveg ótrúlega merkilegt. Vatnið heitir Reyka sem er sagt þýða gufa, ég veit ekki með ykkur en mér finnst e-ð vanta inn í þetta nafn:)

Nú þar sem ég lofa allt íslenskt í hásterkt þá vildi hann að ég smakkaði nokkrar tegundir af vatni til að sjá hvort ég gæti fundið út hvað væri íslenska vatnið. Í boði var
  • Kranaklórvatn
  • Filterað vatn
  • Íslenska vatnið
  • Annað flöskuvatn
Klórvatnið fann ég strax með því að lykta, filteraða vatnið var með skítabragð/vott af klór og hin tvö voru góð en ekki eins. Eina ástæðan fyrir að ég fattaði hvað var það íslenska var að hitt var kaldara og ég vissi að það var úti í bílskúr:) Stákarnir voru frekar svekktir að ég skildi fatta rétt hvað allt var (enda finnst þeim aumingjaskapur að drekka vatn úr flösku). Það sem mér fannst mest sláandi var að þeir fundu ALLS EKKI lyktina af klórvatninu og ENGAN bragðmun á neinu! Svona er maður of góðu vanur:)