Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Tuesday, June 26, 2007

Helgar report:)

Jæja þá er enn önnur helgin liðin. Hún var nú bara nokkuð skemmtileg. Grill hjá Zach vini Jóns af því að Jón er að klára. Grillið endaði svo í rosalegu partyi!:D Þarna voru gaurar frá Gana og Jamica sem gátu ekki staðið kyrrir ef spiluð var tónlist. Nokkuð gaman nema ég held ég hafi fengið lífstíðarskammt af Bob Marley:) Oddgeir var líka í essinu sínu, þóttist vera frá Gambíu;) En fólk sem þekkir hann ekki veit ekki alveg hvað það getur verið fyndið!

Daginn eftir var sólstöðu skrúðganga hér. Bryan plataði mig í sjálfboða vinnu þar (já ég veit ekki hvað kom yfir mig:) en ég var samt bara í einum sölubásnum þar). En það var bara mjög gaman. Til að taka þátt í skrúðgöngunni þurfti greinilega bara viljann, því þarna voru ungabörn, fólk í hjólastólum, ellilífeyrisþegar og svo auðvitað líka þrælvant skrúðgöngufólk (sem virðist flakka á milli staða bara til að vera í skrúðgöngum). Þeir sem á horfðu voru að mestu yfir áttrætt en stöku barn sást þarna líka. Ég fann mér einn aðdáanda í Rite Aid sem sagði að ég liti út eins og Rickie Lee Jones (fyrir þá sem vita ekki hver hún er (þar á meðal ég) http://rickieleejones.com/). Þessi áttræði maður var hins vegar svo elskulegur að segja að ég væri þó örlítið unglegri;)

Sumir voru spenntari en aðrir, mættir nokkrum klukkutímum fyrir með garðstólana:)


VIP áhorfendur:)
Sunnudagurinn fór svo í þrif og flutininga. Ég hef aldrei á ævi minni séð jafn margar silfurskottur og köngulær!

Saturday, June 16, 2007

Appú

Jæja nú eru öll próf búin og við tekur að skrifa mastersritgerðina. Í hverfinu er aragrúi af krökkum að flytja, og er rúm ofan á öðrum hvorum bíl:) Því miður þýða annalokin líka að helmingur vina minna eru að fara aftur heim til Evrópu, þar á meðal Morgane:( Það er því mjög einmanalegt í íbúðinni núna og ég hef ekki hugmynd um hvenær ég mun sjá hana aftur! Ég verð að fara til Frakklands fljótlega, sundæfingabúðirnar fyrir 9 árum (úff hvað ég er gömul!) gáfu greinilega ekki rétta mynd af Frakklandi:)

Svona dagsdaglega er ágætt að búa í Bandaríkjunum en öðru hverju koma upp hlutir sem minna mann afhverju heima er best:) Ein franska stelpan hérna fékk botnlangakast um daginn og varð að rífa hann út. Fyrir tæplega 2 sólarhringadvöl á sjúkrahúsinu fékk hún $29.000 (1.8milljónir kr.) reikning! Tryggingarnar bjóðast til að borga 80% en tæplega $6000 eru samt heldur stór biti að kyngja! Vonandi fær hún e-a undanþágu af því að þetta var neyðartilfelli.

Tuesday, June 05, 2007

Heim

Jæja þá er það komið á hreint. Kem heim 8.júlí og fer aftur út 7.ágúst. Mig langar ótrúlega að ferðast um landið í sumar, e-r memm?