Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Monday, January 30, 2006

Fimm sérkennilegir ávanar

Valla (og já Ösp líka) hafa skorað á mig í spænskum bloggleik þar sem nefna á fimm sérkennilega ávana sem ég hef áunnið mér. Það er enginn skortur á slíku en þar sem ég er náttúrlega orðin svo vön þessum skringilegheitum í sjálfri mér og bý núna í umhverfi sem er svo "politicly correct" að það er sko ekkert skrýtnara en annað vantar mig virkilega e-rn til að benda mér á þá. Ég reyni þó mitt besta:)

1. Tyggjó fer upp í munn strax eftir morgunmat og út rétt fyrir tannburstun um kvöldið. Reyndar er það ekki eitt og hið sama tyggjó allan daginn heldur fara minnst tveir pakkar á dag í þessa óiðju. Veit nú ekkert hversu skrýtið þetta þykir (mér finnst þetta a.m.k. ósköp eðlilegt) en ég á örugglega Íslandsmet í tyggjóáti (ætli ég geti farið í Guinness World Record?).

2.Þegar ég er að drífa mig e-ð (labb hálfhlaupandi), held á e-u þungu eða er að gera e-ð ofurerfitt í ræktinni tel ég endalaust og ofurhratt upp á 10. Veit ekki hvort ég geri þetta til að leiða hugann að e-u öðru eða hvað, mæli samt með þessu:)

3.Alltaf þegar ég fæ mér nammi verður fjöldi þeirra að vera flott tala (margfeldi af 3 eða 5). Ég held samt að þetta sé bara græðgi því ef ég fæ mér bara alveg óvart eitt í viðbót verð ég að bæta tveimur eða fjórum við svo þetta passi nú allt saman:)

4.Yfirleitt fer ég eftir sérstökum alveg fast ákvörðunum ferli þegar ég geri rútínuverk (geri þetta fyrst svo hitt á meðan ég bíð eftir því geri ég annað, það kemur samt ekki í veg fyrir það að yfirleitt er allt í mikilli óreiðu hjá mér (algjörlega tveir aðskildir hlutir í mínum huga)). Til dæmis þegar ég kem úr sturtu fer fyrst augnkremið á svo fleiri krem í vissri röð og meðan ég bíð eftir að þetta fari allt saman inn greiði ég á mér hárið.... Ég vil hins vegar meina að þetta sé bara tímasparnaður (sem fólk sem veit hvað ég er lengi í sturtu hlær kannski að;)) því ég þoli ekki að eyða tíma í e-ð sem er tilgangslaust og leiðinlegt.

5.Ég geng alltaf í svörtum bolum og hef mína ástæðu (sem þeir sem þekkja mig vel vita hver er) fyrir því eins og öðru og þoli ekki þegar fólk segir mér að það færi mér ábyggilega ótrúlega vel að vera í e-um lit! Þetta er það eina sem ég hef fengið ítrekaðar athugasemdir um hér í USA að sé mjög skrýtið (var meira að segja einu sinni spurð afhverju ég gengi ekki eins og venjulegar stelpur í hvítu og bleiku, getur e-r séð mig fyrir sig í þeim litum? Varð bara að játa að það væri bara ekki alveg ég:)).

Jæja ég gæti nú örugglega haldið endalaust áfram, nú og svo gætu fleiri örugglega bætt helling við sem mér finnst bara ósköp eðlilegt en er það kannski bara alls ekki.

Ég skora á Írisi og Söru Natalíu (vil vita hvað maður er fljótur að koma sér upp svona ávönum), Þórhildi og Tryggva (þar sem þau hafa verið afspyrnuléleg að blogga á nýju ári), Rakel (hefur a.m.k. fastákveðnar skoðanir um hvernig á að framkvæma ýmsa hluti), Ragnheiði Ástu (lumar eflaust á e-u) og Þóru frænku (því ég er forvitin).

Tuesday, January 24, 2006

Hallósmalló

Í gær fór ég að sjá myndina (upprunalega voru þetta þrír heimildarþættir á BBC held ég) The Power of Nightmares- The Rise of Politics of Fear. Mæli með að fólk sjái hana ef það getur, vara samt við að hún er alveg rúmlega þrír tímar (hún er samt ekkert langdregin).

Yfir í annað sem mér hefur lengi fundist alveg fáránlega hallærislegt: Fólk sem hjólar beint í baki og með krosslagðar hendur! Sérstaklega þar sem hjólastígarnir hérna eru allir fullir af bungum, sprungum, holum (gat ekki rímað endalaust;)) auk þess sem traffíkin er gríðarleg (já ég hef lent í umferðarteppu á hjóli). Ég get ekki ímyndað mér að viðbragðsflýtin sé neitt sérlega góð í þeirri stellingu. Mér finnst þetta svona eins og tilraun til að vera ofur cool sem fellur svo algjörlega um sjálfa sig. En nóg af tilgangslausu þrasi:), heimadæmin bíða!

Monday, January 16, 2006

Okuskirteini/island

Af því tilefni að Björn bróðir minn var að vinna í LA í síðurstu viku ákvað ég að skella mér þangað. Hálf skammarlegt að hafa verið hérna svona lengi og ekki kíkt þangað. Þar sem meiri hlutinn af því sem við gerðum er algjört leyndarmál get ég ekki sagt öll smáatriði fyrr en eftir nokkra mánuði. Ég get þó a.m.k. sagt að það var mjög gaman og ég hitti helling af frægu fólki.

Ferðalagið byrjaði á því að ég hjólaði út á lestarstöð en þar beið mín rúta en ekki lest! Rútan átti svo að ferja okkur að aðallestarstöðinni í Santa Barbara. En hún var náttúrulega örfáum sætum of lítil (þeir hefðu nú getað sagt sér að það sjálfir að það yrðu margir í lestinni þar sem þetta er löng helgi í USA) svo fara þurfti tvær ferðir. Lestin varð því klukkutíma of sein og ég kom til LA í myrkri sem var frekar óheppilegt þar sem ég rataði náttúrulega ekki neitt.

Til að taka lest í USA þarf að sýna skilríki. Ég nennti ekki að ná í passann minn svo ég ákvað að tékka hvort þeir tækju íslenska ökuskírteinið mitt. Mér til mikillar undrunar kvartaði konan ekkert yfir því og það var ekki fyrr en ég þurfti að sýna miðann að ég tók eftir því að ég heiti víst OKUSKIRTEINI/ISLAND! Kannski eins gott að það kom ekkert fyrir þessa lest;)

Í lestinni sat ég svo hliðina á stelpu sem er í bekknum sem ég er að kenna, sem betur fer gat ég aðeins hjálpað henni með heimadæmin fyrir næstu viku (sem ég var annars ekki búin að kíkja á).

Ég verð nú að segja að stóð mig nú bara nokkuð vel í stórborginni, kortlaus. Mér tókst að finna aðalsvæðið í Hollywood, Kínahverfið og miðbæinn á met tíma. Auðvitað tókst mér svo líka að finna skemmtilegar búðir og eyða allt of miklu;)

Tuesday, January 10, 2006

Komin til Santa Barbara

Jæja, ég ætlaði að setja inn e-a voða flotta mynd núna en það tókst því miður ekki, eins og það gekk nú vel síðast. Hef á tilfinningunni að þetta verði langt blogg.

Eftir ansilangt og fremur skrautlegt ferðalag komst ég loksins til Santa Barbara. Frekar fyndið að við vorum 7 Íslendingar sem fórum með alveg sömu flugvélum alla leið til Santa Barbara.

Á Keflavíkur flugvelli byrjaði gamanið á því að brunakerfið fór í gang en auðvitað hreyfði sig enginn. Nú svo fór e-ð aðeins að leka úr loftinu og þá fór maður svona að pæla hvort það gæti nú verið kviknað í og þetta væri slökkvivatnið (æ maður má stundum nota vitlaus orð:)). Síðan breyttust droparnir í bunu og bunan í foss!. Áður en leið á löngu var svo komið flóð á gólfið og það þurfti að loka helmingnum af innritunarkössunum (eins og þeir séu ekki nógu fáir fyrir).

Ferðalagið gekk nú ágætlega þangað til við komum til JFK. Vélin okkar var of sein svo við höfðum innan við klukkutíma til að ná næstu og auðvitað týndist ein taska svona til að gera þetta enn meira spennandi. Ekki spillti heldur fyrir að allir vísuðu okkur fram og til baka. Með frábærri samvinnu okkar Brynjars tókst okkur nú samt á e-rn óskiljanlegan hátt að ná að tilkynna töskumissinn og ná flugvélinni.

Allt gekk nú svo ágætlega eftir það (fyrir utan gífurlega þreytu, enda 20 tíma ferðalag sem endaði 10 um morguninn daginn eftir). Einn Íslendingurinn "missti" nú reyndar af síðustu vélinni (Vegas freistar;)) svo við sátum uppi með 5 fáránlega stórar töskur á Santa Barbara flugvelli enga leigubíla. En það reddaðist á endanum eins og annað;)

Á laugardaginn hittust svo allir vélarkrakkarnir yfir mat og eftir það var "djammað"(það er alltaf allt á rólegri nótunum en heima verð ég að segja). Og á sunnudaginn fékk ég svo loksins að flytja heim til mín (sem var örugglega mikill léttir fyrir Söndru greyið sem þurfti að hýsa mig þangað til).

Björn bróðir minn er svo í LA núna svo það gæti verið að ég færi að heimsækja hann þar, kemur allt í ljós seinna.

Nú svo á er hún Vala litla systir mín 11 ára í dag, úff hvað hún er orðin gömul;)

Ég fór í fyrsta blak tímann minn áðan og ég verð nú að segja að Bandaríkjamenn eru nú svolítið fyndir. Það er ein regla í timununm og hún er sú að maður verður að vera í stuttermabolum sem þeir lána okkur og eru merktir skólanum og íþróttadeildinni. Nú svo fáum við líka stuttbuxur og handklæði ef við viljum. Þegar þetta er svo allt orðið skítugt skilar maður því bara og fær hreint í staðinn (og við borgum bara $5 fyrir þessa þjónustu allt árið!). Mér líður eins og í fimm stjörnu líkamsræktarstöð nema að allt annað er ekki næstum eins fansí:)

Daginn eftir að við komum hingað var maður drepinn fyrir utan baðherb.gluggann hans Brynjars. Frekar skerí, ég sem hélt að það væri allt svo öruggt hér. Greinilega ekki alveg.

Þá held ég að tilkynningaskildu minni sé lokið;)

Wednesday, January 04, 2006

Gleðilegt ár!

Ekki nógu dugleg að blogga núna, enda pínu mikið að gera. Er að fara út á morgun, en á s.s afmæli í dag, víví, allof gömul samt. Get þó alltaf huggað mig við að Svanhildur er alltaf 11 árum eldri;)

Þar sem ég get því miður ekki þótt ég svo sannarlega vildi heimsótt alla áður en ég fer hef ég bara ákveðið að vera heima í kvöld og allir mega kíkja í heimsókn sem nenna:) Það er samt allt í drasli:)