Fimm sérkennilegir ávanar
Valla (og já Ösp líka) hafa skorað á mig í spænskum bloggleik þar sem nefna á fimm sérkennilega ávana sem ég hef áunnið mér. Það er enginn skortur á slíku en þar sem ég er náttúrlega orðin svo vön þessum skringilegheitum í sjálfri mér og bý núna í umhverfi sem er svo "politicly correct" að það er sko ekkert skrýtnara en annað vantar mig virkilega e-rn til að benda mér á þá. Ég reyni þó mitt besta:)
1. Tyggjó fer upp í munn strax eftir morgunmat og út rétt fyrir tannburstun um kvöldið. Reyndar er það ekki eitt og hið sama tyggjó allan daginn heldur fara minnst tveir pakkar á dag í þessa óiðju. Veit nú ekkert hversu skrýtið þetta þykir (mér finnst þetta a.m.k. ósköp eðlilegt) en ég á örugglega Íslandsmet í tyggjóáti (ætli ég geti farið í Guinness World Record?).
2.Þegar ég er að drífa mig e-ð (labb hálfhlaupandi), held á e-u þungu eða er að gera e-ð ofurerfitt í ræktinni tel ég endalaust og ofurhratt upp á 10. Veit ekki hvort ég geri þetta til að leiða hugann að e-u öðru eða hvað, mæli samt með þessu:)
3.Alltaf þegar ég fæ mér nammi verður fjöldi þeirra að vera flott tala (margfeldi af 3 eða 5). Ég held samt að þetta sé bara græðgi því ef ég fæ mér bara alveg óvart eitt í viðbót verð ég að bæta tveimur eða fjórum við svo þetta passi nú allt saman:)
4.Yfirleitt fer ég eftir sérstökum alveg fast ákvörðunum ferli þegar ég geri rútínuverk (geri þetta fyrst svo hitt á meðan ég bíð eftir því geri ég annað, það kemur samt ekki í veg fyrir það að yfirleitt er allt í mikilli óreiðu hjá mér (algjörlega tveir aðskildir hlutir í mínum huga)). Til dæmis þegar ég kem úr sturtu fer fyrst augnkremið á svo fleiri krem í vissri röð og meðan ég bíð eftir að þetta fari allt saman inn greiði ég á mér hárið.... Ég vil hins vegar meina að þetta sé bara tímasparnaður (sem fólk sem veit hvað ég er lengi í sturtu hlær kannski að;)) því ég þoli ekki að eyða tíma í e-ð sem er tilgangslaust og leiðinlegt.
5.Ég geng alltaf í svörtum bolum og hef mína ástæðu (sem þeir sem þekkja mig vel vita hver er) fyrir því eins og öðru og þoli ekki þegar fólk segir mér að það færi mér ábyggilega ótrúlega vel að vera í e-um lit! Þetta er það eina sem ég hef fengið ítrekaðar athugasemdir um hér í USA að sé mjög skrýtið (var meira að segja einu sinni spurð afhverju ég gengi ekki eins og venjulegar stelpur í hvítu og bleiku, getur e-r séð mig fyrir sig í þeim litum? Varð bara að játa að það væri bara ekki alveg ég:)).
Jæja ég gæti nú örugglega haldið endalaust áfram, nú og svo gætu fleiri örugglega bætt helling við sem mér finnst bara ósköp eðlilegt en er það kannski bara alls ekki.
Ég skora á Írisi og Söru Natalíu (vil vita hvað maður er fljótur að koma sér upp svona ávönum), Þórhildi og Tryggva (þar sem þau hafa verið afspyrnuléleg að blogga á nýju ári), Rakel (hefur a.m.k. fastákveðnar skoðanir um hvernig á að framkvæma ýmsa hluti), Ragnheiði Ástu (lumar eflaust á e-u) og Þóru frænku (því ég er forvitin).