Met?
Ég hef eflaust slegið persónulegt bloggleysismet í apríl en hef góða ástæðu fyrir því.
Svanhildur systir mín hefur verið í heimsókn í 5 vikur en fór heim í morgun:S Já frekar skrýtið að hún sé bara farin, var alveg orðin vön að hafa hana bara alltaf hjá mér:) Það er hins vegar ágætis tilbreyting að sjá loksins í gólfið á herberginu mínu:) En ætti ég kannski að segja hvað við höfum gert. Var búin að segja frá San Francisco ferðinni og e-u fleiru svo byrja bara á því nýjasta og læt fullt af myndum fylgja með:)
Shauna, Svanhildur, Khaled, Sandra og ég fórum í dýragarðinn hér. E-rra hluta vegna hef ég alltaf hugsað að dýragarðar væru fyrir börn svo ég bjóst ekki við miklu en það var bara mjög gaman. Hellingur af skemmtilegum og skrýtnum dýrum en gírafinn með klofna hálsinn stóð upp úr. Ég gat varla horft á hann, varð bara ill í hálsinum, en þetta á víst ekki að hafa nein áhrif á hann.
Gírafinn frægi
Annað sjónarhorn af honum
Dýragarðsgestir
Og aftur svo maður geri nú ekki upp á milli Söndru og Svanhildar
Annað sjónarhorn af honum
Dýragarðsgestir
Og aftur svo maður geri nú ekki upp á milli Söndru og Svanhildar
Nú svo átti Shauna afmæli. Það var mjög skemmtilegt, fólk úr öllum áttu sem þekktist flest ekkert en við áttum samt öll ágætlega saman. Svo fengum við líka svo góðan indverskan mat, namm, og fórum á skemmtilegan bar með packman tölvuleik í stað sjónvarps(ágætis tilbreyting en vá hvað ég er léleg í packman).Svanhildur, Shauna afmælisbarn, undarleg mynd af mér, Solla
Eftir matinn fórum við í kveðju partý hjá Dario (svissneskur skiptinemi í vélaverkfræði sem var að fara heim). Scott, John og Chris ákváðu að klæða sig afarsmekklega í tilefni þess. Þeim finnst Dario klæða sig í heldur þröng föt, en já mér fannst þetta frekar fyndið, samt ekki bara af því hvernig þeir litu út í fötunum heldur líka vegna þess að mínu mati er Dario yfirleitt smekklegra klæddur en þeir. Mér finnst ekki að strákar eigi að vera í öfur þröngum fötum en algjör óþarfi að vera í e-u 5 nr. of stóru sem auk þess býr til mjaðmir og mitt á þá. En hvað um það.
Í gær var svo alsherjar Íslendinga grill, alveg óvart samt:) Við Svanhildur ætluðum að grilla með Gunna, Sollu og Shaunu fyrst Svanhildur var að fara. Svanhildur var hins vegar svo stórtæk í matarkaupunum að tvöfalda "varð" matargestina og samt var afgangur:) Grillið endaði svo í skemmtilegum umræðum á ensku svo Shauna yrði ekki útundan.
Nú svo er ég komin með sumarvinnu á Línuhönnun:) Já ákvað s.s. að koma heim í sumar í a.m.k. 2 mánuði (júlí og ágúst). Hlakka til að hitta ykkur öll!