Alvöru djamm!
Jáhá ég var að koma heim af alvöru djammi (sko niður í bæ djamm), því fyrsta síðan ég kom hingað. Og já það er þriðjudagur:S
Steve í vélaverkfræðideildinni átti afmæli í dag og því var ákveðið að fara á 80´s night á Q´s. Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að fara af því að ég á eftir að læra svo mikið en skellti mér svo á síðustu stundu. Og sé sko ekkert eftir því, dönsuðum eins og brjálæðingar:) Bandarískir staðir eru samt svo fyndnir. Í fyrsta lagi voru fullt af sjónvörpum þarna eins og annars staðar og það voru ekki nein tónlistarmyndbönd í þeim heldur bara framhaldsþættir og fréttir! Nú svo voru tvær stelpur að dansa í búrum (í brjóstahöldurum, hot pants og moonboots), vona að þær hafi fengið vel borgað því þetta var mjög vandræðalegt/niðurlægjandi. Svo var dansgólfið afmarkað með hvítu tapi og ef maður fór út fyrir tapið kom dyravöruður og fékk mann til að færa sig! Það skal tekið fram að það var ekkert spes fyrir utan þetta tape!
Við Morgane skutluðum svo heim þýskum strák sem býr uppi í fjöllunum og vá! Þetta hús var rosalegt, með þvílíkum arin, sundlaug, rosa garði og þvílíku útsýni og það var svona rosa ró yfir öllu. Greinilegt að ég er að leigja á vitlausum stað, reyndar er hann um klst. að koma sér í skólann (sem felur líka í sér að hjóla upp rosalega brekku). En maður verður víst að velja og hafna.