Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Wednesday, September 27, 2006

Alvöru djamm!

Jáhá ég var að koma heim af alvöru djammi (sko niður í bæ djamm), því fyrsta síðan ég kom hingað. Og já það er þriðjudagur:S

Steve í vélaverkfræðideildinni átti afmæli í dag og því var ákveðið að fara á 80´s night á Q´s. Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að fara af því að ég á eftir að læra svo mikið en skellti mér svo á síðustu stundu. Og sé sko ekkert eftir því, dönsuðum eins og brjálæðingar:) Bandarískir staðir eru samt svo fyndnir. Í fyrsta lagi voru fullt af sjónvörpum þarna eins og annars staðar og það voru ekki nein tónlistarmyndbönd í þeim heldur bara framhaldsþættir og fréttir! Nú svo voru tvær stelpur að dansa í búrum (í brjóstahöldurum, hot pants og moonboots), vona að þær hafi fengið vel borgað því þetta var mjög vandræðalegt/niðurlægjandi. Svo var dansgólfið afmarkað með hvítu tapi og ef maður fór út fyrir tapið kom dyravöruður og fékk mann til að færa sig! Það skal tekið fram að það var ekkert spes fyrir utan þetta tape!

Við Morgane skutluðum svo heim þýskum strák sem býr uppi í fjöllunum og vá! Þetta hús var rosalegt, með þvílíkum arin, sundlaug, rosa garði og þvílíku útsýni og það var svona rosa ró yfir öllu. Greinilegt að ég er að leigja á vitlausum stað, reyndar er hann um klst. að koma sér í skólann (sem felur líka í sér að hjóla upp rosalega brekku). En maður verður víst að velja og hafna.

Sunday, September 24, 2006

Hitt og þetta

Jæja núna er allt að komast í sinn vanagang, fyrir utan að skólinn er ekki byrjaður. Ég er samt að læra á fullu undir e-r próf sem ég "þarf" að taka.

Á föstudagurinn héldu Brynjar og Oddgeir party. Endaði í miklu fylleríi og rugli en var mjög skemmtilegt!:D Vonandi halda þeir fleiri party í framtíðinni, góð tilbreyting frá siðmenntuðu átveislunum hér.

Í dag var svo kveðju grill fyrir Martin (öllu rólegra en partyið). Hann byrjaði á sama tíma og ég en ákvað svo að hætta því hann getur klárað á miklu styttri tíma heima (í Þýskalandi) og fær mun meira borgað. Það er frekar skrýtið að hann sé bara allt í einu farinn.

Þar sem við Morgane tímum ekki að borga $40 á mánuði fyrir kapal keyptum við okkur inniloftnet. Við náum bara einni sjónvarpsstöð með því en svo skemmtilega vill til að það er einmitt besta stöðin:) Hún sýnir Desp. Housewifes, Grey´s Anatomy og Lost auk fleiri afþreyingarþátta eins og Wife swap, Supernanny o.fl. sem vel má horfa á þegar maður er alveg búinn á því. Á eftir er einmitt fyrsti þátturinn af annarri (eða þriðju?) seríu af Desperate Housewifes. Ekki slæmt;)

Sunday, September 17, 2006

Herbergisfélaginn mættur

Núna er stelpan sem leigir íbúðina með mér mætt. Mér líst bara mjög vel á hana, viðist mjög skemmtileg, hreinleg og easy going. Hefði sett mynd af henni en fannst það svolítið sækó að biðja hana um að pósa á mynd sem ég ætlaði svo að setja á netið, svo það bíður betri tíma, hehe.

Annars fór ég í bíó áðan á myndina Little Miss Sunshine og hún er mjög fyndin, mæli með að allir sjái hana þegar hún kemur heima.

Núna eru mikir skógareldar í Ventura (sem er í 45mín keyrslu héðan) svo askan fellur í gríð og erg hérna. Svolítið eins og það sé eldgos:) Ekki er mælt með að vera mikið úti og hefur það í för með sér mikið hreyfingarleysi, þar sem mér er ekki hleypt inn í ræktina fyrr en 25.sept. Ég þreif líka bílinn minn fyrir morðfjár (held að 10 sek hafi kostað 25cent og ég var ofsalega lengi að því) í fyrradag og nú er hann hulinn nokkra millimetra öskulagi. En hvað um það...;)

Tuesday, September 12, 2006

Berlín, Santa Barbara, San Diego

Jæja fullt af ferðalögum að baki og þetta verður langt blogg!

Við Ösp (sem á einmitt afmæli í dag, til hamingju) drifum okkur til Berlínar. Fæstir höfðu neina trú á því að við kæmumst nokkurn tíman á leiðarenda því skipulagningin var í lágmarki og gekk seint. Þetta var samt sem áður hin skemmtilegasta ferð. Við skoðuðum alla helstu sögufræga staði, fórum í 7 af 9 H&M búðum í Berlín, borðuðum helling af ís, fórum á kaffihús og skemmtilega veitingastaði og djömmuðum á mjög steiktum stað þar sem við kynntumst Gana manninum Franc sem er víst að eigin sögn besti vinur okkar og á leið í heimsókn til okkar um áramótin. Nú svo fórum við í ansi litríka spa ferð (sögur fást á msn) og komumst merkilega vel út úr barnamenntaskólaþýskunni okkar.


Ættum við að breyta um stíl?

Nú svo fór Rakel með mig að fljúga:) Takk fyrir mig, skelli einni mynd með



Eftir mikið stress að klára skýrsluna mína í vinnunni og reyna að hitta alla a.m.k. pínku áður en ég færi var komin tími til að fara aftur til Santa Barbara. Ótrúlega fyndið hvað maður þekkir alltaf marga í flugvélinni: mamma (hehe hún var sko á leiðinni á ráðstefnu í San Diego), Egill kærastinn hennar Fríðu Siggu, Hulda og Bensi voru öll þarna.

Þrátt fyrir að ég hafi bara sagt Söndru hvenær ég kæmi (og það sama dag og ég kom) var móttökunefndi mætt á flugvöllinn:)



Íbúðin mín er fín. Herbergisfélaginn minn er ekki kominn, ef frá eru taldir nokkrir froskar sem halda að þeir eigi heima hérna. Fann einmitt einn ofan í klósettinu svo héðan í frá grandskoða ég alltaf klósettið.

Þar sem mamma fór á ráðstefnu í San Diego og þar sem ég hef aldrei komið þangað fór ég að heimsækja hana. San Diego er mjög skemmtileg borg, verð að fara þangað aftur þegar ég hef tíma. Þar er líka IKEA sem ég missti mig pínu í og leit út eins og heimilislaus manneskja (ekki í fyrsta sinn) að drösla öllu upp á hótel í trolleyinu. Við fórum líka inn í land að skoða jarðhitaorkuver. Þar var rúmlega 40°C og sól. Gott að ég var í fóðruðum gönguskóm og gallabuxum. Vildi að ég hefði haft vegabréfið með til að kíkja yfir til Mexíkó, pirrandi að vera 2mílum frá og geta ekki farið yfir. En það bíður betri tíma.