Á ég aftur að blogga um surfing?
Mig langar það en þið eruð kannski alveg komin með nóg af því... hehe a.m.k. verður 4 tíma surf á morgun án kennara svo ég ætti að komast að því hvort kennarinn er að vinna alla vinnuna eða ekki:)
Annars ætla ég að setja mynd sem mér var gefin hérna í Californíu. Hún er af ömmu minni og systkinum hennar, langömmu og langafa! Frekar fyndið að finna fjölskyldumynd svona hinum megin á hnettinum:) Hver haldiði svo að sé amma mín?
PS: Hvað finnst ykkur að ég eigi að vera á Halloween? Það eina sem ég er búin að ákveða er að ég ætla að vera með hárkollu sem er með dökkt sítt hár og skær grænan augnskugga. Veit bara ekki alveg hvað ég get þóst vera...hmm. Hugmyndir eru vel þegnar:)