Kominn tími á blogg. Mikið gerst, enda ansi langt síðan ég hef skrifað hér. Ég er hins vegar með gullfiskaminni og svo ég hef gleymt flestu, híhí.
Morgane hélt upp á afmælið sitt með snilldar klisju-frönsku partyi. Mjög skemmtilegt.
Síðasta helgi var svo löng hérna (ég veit hún var líka löng heima, reyndi að monta mig við mömmu en...:S) og fórum við að því tilefni til San Diego. Það var mjög skemmtileg en fyndin ferð. Ég var sú eina sem ekki kunni frönsku svo 80% af tímanum var töluð franska. Nú svo var bara hlustað á franskt rapp í bílnum (7 tíma á leiðinni þangað (asna umferð) 3 tíma á leiðinni til baka). Í San Diego var djasshátíð sem hafði aðeins farið fram hjá okkur. Við pöntuðum náttúrlega ekkert hótel áður en við lögðum af stað og minnstu munaði að við þyrftum að gista öll 5 í bílnum! Sem betur fer náðum við samt eftir mikla leit að finna eitt herbergi með tveimur queen size rúmum og þurftum við öll að hola okkur inn í það.
Á mánudaginn fór ég í göngutúr á ströndinni og rakst á pínku lítinn og ofurkrúttaðan sel sem var greinilega veikur og yfirgefinn:S Hann skalf af kulda og forðaðist sjóinn eins og heitan eldinn. Frekar sorglegt, held samt að e-r hafi hringt í animal center dæmi.
Í gær var Jón Eyvindur að verja doktors ritgerðina sína og að því tilefni var farið á djammið. Snilldardjamm og ekki oft sem maður kemur heim klukkan 2 á þriðjudagsnótt (hérna er það m.a.s. afrek að koma heim 2 um helgar;)).
Annars er bara allt á fullu hérna:S Þarf að fara að kaupa miðann minn heim. Get verið í 3-4 vikur, hvenær finnst ykkur að ég ætti að koma? Er búin að ákveða að 28. júlí verður að vera innan þeirra marka samt. Hugmyndir vel þegnar:)