Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Wednesday, May 30, 2007

Kominn tími á blogg. Mikið gerst, enda ansi langt síðan ég hef skrifað hér. Ég er hins vegar með gullfiskaminni og svo ég hef gleymt flestu, híhí.

Morgane hélt upp á afmælið sitt með snilldar klisju-frönsku partyi. Mjög skemmtilegt.

Síðasta helgi var svo löng hérna (ég veit hún var líka löng heima, reyndi að monta mig við mömmu en...:S) og fórum við að því tilefni til San Diego. Það var mjög skemmtileg en fyndin ferð. Ég var sú eina sem ekki kunni frönsku svo 80% af tímanum var töluð franska. Nú svo var bara hlustað á franskt rapp í bílnum (7 tíma á leiðinni þangað (asna umferð) 3 tíma á leiðinni til baka). Í San Diego var djasshátíð sem hafði aðeins farið fram hjá okkur. Við pöntuðum náttúrlega ekkert hótel áður en við lögðum af stað og minnstu munaði að við þyrftum að gista öll 5 í bílnum! Sem betur fer náðum við samt eftir mikla leit að finna eitt herbergi með tveimur queen size rúmum og þurftum við öll að hola okkur inn í það.

Á mánudaginn fór ég í göngutúr á ströndinni og rakst á pínku lítinn og ofurkrúttaðan sel sem var greinilega veikur og yfirgefinn:S Hann skalf af kulda og forðaðist sjóinn eins og heitan eldinn. Frekar sorglegt, held samt að e-r hafi hringt í animal center dæmi.

Í gær var Jón Eyvindur að verja doktors ritgerðina sína og að því tilefni var farið á djammið. Snilldardjamm og ekki oft sem maður kemur heim klukkan 2 á þriðjudagsnótt (hérna er það m.a.s. afrek að koma heim 2 um helgar;)).

Annars er bara allt á fullu hérna:S Þarf að fara að kaupa miðann minn heim. Get verið í 3-4 vikur, hvenær finnst ykkur að ég ætti að koma? Er búin að ákveða að 28. júlí verður að vera innan þeirra marka samt. Hugmyndir vel þegnar:)

Wednesday, May 16, 2007

Occupation 101

Sá heimildarmyndina occupation 101 í gær. Mæli með að allir fari á hana þegar hún kemur til Íslands. Myndin fjallar um átökin milli Palestínu og Ísrael og er mjög átakanleg. Eins og flestir vita eru Bandaríkin miklir stuðningsmenn Ísraels svo allar fréttir hér eru litaðar af því. Þessi mynd er hins vegar alveg út frá Palestínu hliðinni (þótt talað sé við nokkra Ísraelsmenn sem eru á móti stefnu síns lands) og líklega e-ð sem bandaríkjamenn þurfa að sjá. Ég átti hins vegar erfitt með að skilja hvernig slík grimmd getur blossað upp án þess að vita neitt um hina hlið málsins. Myndin er líka örlítið mikið miðuð inn á bandaríkjamarkað (og það gildismat sem hér skiptir mestu máli) en slíkt má líta fram hjá. Að öðru leyti held ég að þetta sé mynd sem allir hefðu gott af að sjá!

Eftir myndina voru svo mjög heitar pallborðsumræður. Spurningarnar komu m.a. frá bandarískum gyðingum sem voru ekki á eitt sáttir, fyrrum ísrelskum hermanni á Gasaströndinni og aröbum frá löndum í kring. Sumar spurningarnar voru mjög málefnalegar en því miður fóru sumir bara út í skítkast og réttlætingar á borð við að þetta væri allt í lagi þar sem til væru aðrar þjóðir/aðstæður sem væru ekkert betri. Áhugavert kvöld engu að síður.

Á mánudaginn var svo afmælið hennar Morgane. Fórum út að borða í tilefni þess og maturinn var mjög góður. Veit nú ekki alveg hversu sátt ég var með músina undir borðinu okkar né viðbrögð eigandans þegar við bentum á hana. Honum virtist nokkuð sama (ekkert brugðið) og sagði BARA til að róa okkur að hann myndi hringja í meindýraeyði daginn eftir! Ætli mýs séu bara normið?

Sunday, May 13, 2007

Kosningavaka, lyklar og fleira

Jæja komið að hinu vikulega bloggi:)

Hér er lítið að frétta, sápan stigmagnast eins og venja er og ég veit ekki hvar hún á eftir að enda. Mér tókst svo í vikunni að týna lyklunum mínum. Þeir eru a.m.k 5kg og ég hef ekki hugmynd um hvernig mér tókst að týna þeim. Á kippunni voru bíllyklar, hjólalyklar, skólalyklar (sem kostar $60 að skipta um), húslyklar (sem kosta $150 að skipta um) o.fl. Eftir að hafa labbað í skólann í viku og skilið íbúðina eftir ólæsta (og treyst á skrifstofufélagana að opna fyrir mér þar) komu lyklarnir þó sem betur fer í leitirnar. Annars hefðu þetta verið frekar dýr mistök. Ég er að hugsa um að festa þá við mig með ól í framtíðinni:)
Kippan góða

Svo fann ég loksins gott jógúrt hérna. Það minnir á skyr (a.m.k þegar maður er hinum megin á hnettinum) en heitir organic, non fat, plain, European style yogurt. Mér finnst skyr þjálla:)

Annars voru Íslendingarnir hér auðvitað með kosninga"vöku". Alltaf gaman að hanga með Íslendingum og kosningarnar voru mjög spennandi. Mjög sátt við sumt ekki jafn sátt með annað en svona er lífið:) Við sendum póst á Þórhall og Elínu, tvisvar, og erum frekar ósátt með að hún hafi bara minnst á að fólk í Kaliforníu hafi verið að horfa (en ekki tilgreint að við værum í Santa Barbara). Mér finnst Santa Barbara a.m.k toppa Berlín en viðurkenni að Suðurskautslandið toppaði okkur;) híhí...

Sunday, May 06, 2007

Sápa

Valla benti mér á um daginn að umhverfi mitt væri farið að líkjast sápuóperu óþæglilega mikið. Kannski viðeigandi þar sem áður fyrr var einmitt sápa nefnd Santa Barbara. Engar áhyggjur þó, ég er í algjöru aukahlutverki í sápunni:D

Daginn eftir fór ég svo í bókabúðina og fann þessa líka skemmtilegu bók.
Mæli með henni ef fólk vill hlæja, heldur dýr samt fyrir minn smekk. Miklu betra að setjast bara niður í búðinni og glugga í gegnum hana;)

Ég heyrði svo lag með Lay Low í síðasta þætti af Gray's Anatomy. Nokkuð cool:)