Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, November 27, 2005

Thanksgiving og Yosemite!!!

Síðasta fimmtudag var Thanksgiving sem þýðir 4 daga helgi. Verð að segja að mér finnst þetta ágætis hátíð, allir í rosagóðu skapi og fara heim til fjölskyldunnar að borða (alltof mikinn) kalkún. Ekki heldur amalegt að fá 4 daga helgi þegar maður er ekki einu sinni vanur að halda upp á neitt svona rétt fyrir prófastressið.

Þar sem ég bý á campus var mér hent út yfir Thanksgiving (veit nú ekki hvort það er í anda hátíðarinnar en það varð nú raunin samt). Þar sem alþjóðlegu stúdentarnir voru að fara í Yosemite fannst mér tilvalið að skella mér með.

Og VÁÁ hvað það er fallegt þarna. Eftir næstum 8 tíma rútuferð komum við í myrkri á áfangastað. Við gistum í ÓHITUÐUM tjaldkofum( sem þýðir bara að nokkrar spýtur halda tjaldinu uppi í stað tjaldstanga og við vorum með "hurð" sem reyndist bara vera flugnanet). Þar kom sér vel að vera Íslendingur og kunna þar með að klæða mig eftir veðri hafa sem ungabarn sofið úti í gaddi!:). Daginn eftir þegar við vöknuðum komumst við að því að við vorum í mjög mjóum dal og fjöllin í kring voru a.m.k km. hærri en við, ótrúlega magnað. Því miður var ansi blautt þennan dag og skyggni um 10m eða svo en við ákváðum nú samt að fara í smá fjallgöngu (9-10mílur, 15-17km held ég). Við skoðuðum Yosemite Falls og ég verð nú að játa að ég hef séð mikilfenglegri piss en þetta. Þrátt fyrir rigninguna (sem var svo mikil að ég varð alveg gegnvot þrátt fyrir að vera í öllu vatnsheldu) þá var nánast ekkert vatn í fossinum enda vor víst besti tíminn til að skoða þá. Nóttina efir var frost og þar sem við reyndum að þurrka fötin okkar inni í tjaldinu vöknuðum við við að allt var blautt í tjaldnu. Veðrið var hins vegar miklu bjartara og við ákváðum að ganga upp á Glacier Point. Leiðin var álíka löng og daginn áður en í stað rigningar kom nú snjór og mjög sleipir gagnstígar (ekki gott þegar gögnustígurinn er um 1m og lóðréttur km á aðra hlið og fjallsveggur á hina). Útsýnið var fáránlega flott! en vá hvað það var kalt. Um jólin ætla ég að búa til myndasíðu svo þið trúið mér;)

Jæja þegar við komum niður komumst við að því að okkur hafði verið hennt út af staðnum vegna láta og við fengum líka 350 dollara sekt!(ég sver það að ég fór að sofa um 10 bæði kvöld, það mátti sko ekki hafa læti eftir það) og við þurftum því að eyða nóttinni í rútu á leiðinn heim. Við komum svo til Santa Barbara kl 5 um morguninn og ég mátti ekki fara inn til mín fyrr en 8 klst seinna! Við misstum líka af því að sjá kaliforíurauðviðinn (sequoia, risatré e-r;)) sem við ætluðum að sjá á leiðinni heim. Svolítið pirruð.

En eitt er víst ég ætla sko að fara aftur í Yosemite og leita hér með að tiltölulega hljóðlátum ferðafélögum!;)

Saturday, November 19, 2005

Einangruð?

Hversu úr sambandi við umheiminn getur maður verið!? Ég fylgist greinilega ekki nógu vel með fréttunum hér þegar ég les á mbl.is að já það eru víst miklir skógareldar mjög nálægt mér! Santa Barbara er nú ekki í neinni hættu en mér er nú sama, kannski betra að vita aðeins hvað er að gerast í nánasta umhverfi;) Þarf greinilega að bæta inn á dagplanið mitt: fréttatímar milli 5 og 6:) Er annars e-ð annað og merkilegra búið að gerast í heiminum sem ég hef misst af?

Annars af fréttum hér (sem er greinilega svona 20m radíus í kringum mig þá stundina;)) þá var brjálæðslega gott veður í dag, 27°C sól og nánast logn. Af því tilefni ákvað ég að læra á ströndinni. Það var æði, gott veður, þvílíkt útsýni og svo kom e-r strákur og spilaði á gítar. Getur maður beðið um meira?

Thursday, November 17, 2005

Sjálfsvörn

Í gær sá ég auglýst sjálfsvarnar námskeið í húsinu við hliðina. Ég kann ekki neitt í neinu slíku svo mér datt í hug að það væri sniðugt að kíkja. Var greinilega ein um það því ég var sú aleina sem mætti!!!(fyrir utan einn strák sem var hent út af því að sjálfsvörn væri bara fyrir stelpur!!! frekar undarlegt viðhorf) Frekar fyndið að hafa 5 manneskjur bara að kenna mér e-r trix. Verð nú bara að segja að þetta var nokkuð fróðlegt, ýmislegt ansi auðvelt en furðulega öflugt;) Ótrúlegar staðreyndir sem ég heyrði þarna sem ég bara neita að trúa að séu sannar (fólk sem veit betur endilega kommentið á þetta) t.d.
  • Fjórða hver stelpa í UCSB verður fyrir kynferðislegri áreitni
  • Að meðaltali hafa nauðgarar nauðgað 17 sinnum áður en þeir nást
  • 98% af kynferðislegri áreitni er frá kunningjum (hef reyndar heyrt það áður)
Annars er ég bara á fullu að læra, fara yfir skyndipróf og reyna að finna mér prófessor og rannsóknarverkefni, e-ar hugmyndir? híhí;)

Sunday, November 13, 2005

Sinfó

Í gær dró Fríða Sigga mig í sinfóníutónleika hérna í Santa Barbara af því að það var e-r sellóeinleikari (Zuill Bailey ef þið vitið hver það er;)) að spila með hljómsveitinni. Það var bara mjög gaman. Við lækkuðum hins vegar bæði meðalaldur og meðalteknjur gesta allverulega og voru án efa einu manneskjurnar sem tókum almenningsstrætó heim eftir tónleikana;)

Fyrir utan salinn voru flestar tegundir hljóðfæra sem spilað var á á tónleikunum og fólki var leyft að prófa, held að ég leggi ekki fyrir mig hornleik;) Híhí annars var salurinn mjög fyndinn, leit út eins og spænsk gata og það var svo raunverulegt að í svona 10 s var ég ekki viss hvort ég var inni eða úti.

Annars var frídagur á föstudaginn, alltaf gaman þegar maður fær svona aukafrídaga sem maður býst ekki við, og já Þórhallur litli bróðir minn átti afmæli, víví. Hann er samt orðinn alltof gamall!

Annars þarf ég núna að finna mér prófessor sem ég vil vinna með, úff ég hef bara ekki hugmynd, æ það hlýtur að reddast;)

Sunday, November 06, 2005

Stutt putt

Jæja langt síðan ég hef skifað e-ð hér eins og Ösp benti á;) Það er bara búið að vera brjálað að gera sérstaklega af því að mamma er í heimsókn hérna. Hún kom með helling af íslensku nammi og NÓG af Extra með eucalyptus;)

Í gær héldu strákarnir annað party (svona frekar rólegt matar/blaðurparty en mjög skemmtilegt samt;)) og ég gaf öllum brennivín og ópal skot sem mamma kom með. Frekar fyndið að sjá viðbrögðin hjá þeim, ekki alveg vön þessu bragði. Og þeir sem þekkja mig vel vita hvað mér finnst tryllt fyndið að gefa e-um e-ð ógeð og hlæja að þeim, híhí;) (nei ég er kannski ekki alveg svo slæm:) eða hvað)

Halloween var frekar fyndin. Meiri hlutinn bara klæddur í nærföt (strákar í G-streng og stelpur í bara venjulegum hvítum nærjum og brjóstahaldara (ég lét mér nægja venjuleg föt og nornahatt)) og allir bara vöfruðu um göturnar. Svo lítið eins og úthátíð án tónlistar (hún er sko bönnuð eftir 12:15) og víns (bannað að vera með það úti) og já kannski ekki týpístur íslenskur útileguklæðnaður. Já ég hef nú gert ýmislegt skemmtilegra en það var gaman að sjá þetta eins og annað;)

Nú þar sem Halloween er búin vantar tilfinnanlega skreytingar í allar búðir (því bandaríkjamönnum finnst greinilega tómlegt án þeirra) svo það er ekki annað hægt en að setja jólaskrautið út 1. nóv! Mér finnst að þetta ætti að vera bannað!!! Ég var líka að hlusta á útvarpið og gafst upp eftir tvö jólalög í röð! Ég verð svo komin með nóg af jólunum þegar þau loksins koma.

Meira seinna:)