Thanksgiving og Yosemite!!!
Síðasta fimmtudag var Thanksgiving sem þýðir 4 daga helgi. Verð að segja að mér finnst þetta ágætis hátíð, allir í rosagóðu skapi og fara heim til fjölskyldunnar að borða (alltof mikinn) kalkún. Ekki heldur amalegt að fá 4 daga helgi þegar maður er ekki einu sinni vanur að halda upp á neitt svona rétt fyrir prófastressið.
Þar sem ég bý á campus var mér hent út yfir Thanksgiving (veit nú ekki hvort það er í anda hátíðarinnar en það varð nú raunin samt). Þar sem alþjóðlegu stúdentarnir voru að fara í Yosemite fannst mér tilvalið að skella mér með.
Og VÁÁ hvað það er fallegt þarna. Eftir næstum 8 tíma rútuferð komum við í myrkri á áfangastað. Við gistum í ÓHITUÐUM tjaldkofum( sem þýðir bara að nokkrar spýtur halda tjaldinu uppi í stað tjaldstanga og við vorum með "hurð" sem reyndist bara vera flugnanet). Þar kom sér vel að vera Íslendingur og kunna þar með að klæða mig eftir veðri hafa sem ungabarn sofið úti í gaddi!:). Daginn eftir þegar við vöknuðum komumst við að því að við vorum í mjög mjóum dal og fjöllin í kring voru a.m.k km. hærri en við, ótrúlega magnað. Því miður var ansi blautt þennan dag og skyggni um 10m eða svo en við ákváðum nú samt að fara í smá fjallgöngu (9-10mílur, 15-17km held ég). Við skoðuðum Yosemite Falls og ég verð nú að játa að ég hef séð mikilfenglegri piss en þetta. Þrátt fyrir rigninguna (sem var svo mikil að ég varð alveg gegnvot þrátt fyrir að vera í öllu vatnsheldu) þá var nánast ekkert vatn í fossinum enda vor víst besti tíminn til að skoða þá. Nóttina efir var frost og þar sem við reyndum að þurrka fötin okkar inni í tjaldinu vöknuðum við við að allt var blautt í tjaldnu. Veðrið var hins vegar miklu bjartara og við ákváðum að ganga upp á Glacier Point. Leiðin var álíka löng og daginn áður en í stað rigningar kom nú snjór og mjög sleipir gagnstígar (ekki gott þegar gögnustígurinn er um 1m og lóðréttur km á aðra hlið og fjallsveggur á hina). Útsýnið var fáránlega flott! en vá hvað það var kalt. Um jólin ætla ég að búa til myndasíðu svo þið trúið mér;)
Jæja þegar við komum niður komumst við að því að okkur hafði verið hennt út af staðnum vegna láta og við fengum líka 350 dollara sekt!(ég sver það að ég fór að sofa um 10 bæði kvöld, það mátti sko ekki hafa læti eftir það) og við þurftum því að eyða nóttinni í rútu á leiðinn heim. Við komum svo til Santa Barbara kl 5 um morguninn og ég mátti ekki fara inn til mín fyrr en 8 klst seinna! Við misstum líka af því að sjá kaliforíurauðviðinn (sequoia, risatré e-r;)) sem við ætluðum að sjá á leiðinni heim. Svolítið pirruð.
En eitt er víst ég ætla sko að fara aftur í Yosemite og leita hér með að tiltölulega hljóðlátum ferðafélögum!;)