Kraftaverkin gerast enn:)
Ég vil byrja á að hrósa ykkur fyrir að vera svona hlýðin:) Jónas: Já ég hreinlega veit ekki hvað þessi setning þýðir og því meira sem ég hugsa um það því ringlaðri verð ég (e-ð í þá átt að ferðlög séu ekki bara skemmtun (en ég er bara ekkert sammála því), eða að maður eigi ekki að storka örlögunum, ég bara gefst upp). Þetta er örugglega e-r rosa falleg myndlíking sem við skiljum bara ekki:) Og Sif: ég fór á heilsugæsluna daginn eftir að ég fékk ofnæmiskast síðast til að gá hvort ég gæti ekki fengið tíma fljótlega. Þegar ég tók niður gleraugun kiptist afgreiðslu konan við og gaf mér "urgent care" passa svo þetta er slæmt:S
Þau undur og stórmerki gerðust í dag að umferðarstofa Californiu sannfærðist loksins um að ég væri ekki ólöglegur innflytjandi og gaf mér ökuskírteini, aðeins fjórum mánuðum eftir að ég náði bílprófinu. Hver myndi fara með fölsuð innflytjenda gögn til ríkisfyrirtækis? En hvað um það, er bara fegin að ég þarf ekki lengur að dröslast með passann minn út um allt:)
Með ökuskírteininu fylgdi tafla þar sem finna má út, miðað við þyngd og tíma frá drykkju, hvað drekka má marga drykki áður en komið er yfir ölvunarmörk. Góð fyrirmynd?! Mér finnst nú skilaboðin frá yfirvöldum í þessum málum mun betri heima. Enda hef ég virkilega tekið eftir því hérna hvað fólki finnst allt í lagi að drekka nokkra bjóra og keyra svo bara heim!
Annars er næsta vika prófavika og þar á eftir kemur Spring break og við Svanhildur systir mín ætlum að fara saman til San Francisco þá. Hlakka ekkert smá til en ansi mikið ógert fyrir þann tíma svo verð örugglega frekar slöpp í blogginu á næstunni.