Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Friday, June 23, 2006

Komin heim:D

Já eftir 30 tíma ferðalag er ég loksins komin heim:) E-um tókst að keyra inn í flugvélina svo það varð rúmlega 6 tíma seinkun á henni. Svo í stað þess að leggja af stað klukkan 11:30 um kvöld fór hún ekki fyrr en klukkan 6 morguninn eftir. Ekkert jafnast á við að reyna að sofa á flugvallarbekkjum þar sem skilrúmin (man ekkert hvað armrest er á íslensku:S) milli sætanna ýtast inn á milli rifbeinanna!

Ég var náttúrulega með allt of mikið af drasli og þurfti að taka 16 pund (ætli það sé ekki um 7kg) upp úr töskunum mínum eða borga $370. Í handfarangri má hafa eina tösku og "one personal item". Ég útvíkkaði það hugtak allverulega og þessi persónulega taska var vissulega hliðartaska en hún rúmar álíka mikið og háflur svartur ruslapoki!;) Það kom sér þó ekkert alltof vel þegar ég fór niður í San Francisco í 8 tíma biðinni (átti sko að bíða í 8 tíma en það varð svo nálægt 15).

En a.m.k. er með sama gemsa og venjulega:)

Yfirleitt er ég mjög óheppin með sessunauta í flugvélum en nú lenti ég bara við hliðina á mjög skemmtilegum manni sem m.a.s. býr í Santa Barbara. Hann ætlar að vera í vikur hér í fjallgöngu/puttaferðalagi. Hann hafði heyrt að það væri mjög dýrt hérna svo hann var bara með allan mat með sér og hafði kynnst fullt af fólki á netinu sem ætlaði að leyfa honum að gista þegar hann fyndi ekki stað til að tjalda á. Hann vildi auðvitað læra íslensku (og hélt að 9 tíma flug gæti alveg gefið honum nægan grunn), og gekk svona líka vel (náði a.m.k já, nei og takk). Frekar fyndið.

Thursday, June 15, 2006

úff, heilræði af biturri reynslu;)

Aldrei reyna að pakka öllu sem þið eigið á 3 klukkutímum, það virkar ekki! Hvernig gat ég sankað að mér öllu þessu drasli á 9 mánuðum. Ég henti samt helling. Mæli heldur ekki með ferðatöskum sem geimsluhirslur, sérstaklega ekki ef ástæðan fyrir að maður á svona margar ferðatöskur er af því að þær eru allar bilaðar á einn eða annan hátt. Ef e-r kann trix við að fella saman straubretti með brotið "fella niður handfang" væri það vel þegið:) Man núna af hverju það er svona leiðinlegt að flytja.

Sunday, June 11, 2006

17. júní

Já Íslendingum í Santa Barbara var farið að leiðast að vera alltaf 7 tímum á eftir ykkur heima svo við ákváðum bara að vera 7 dögum á undan ykkur og halda upp á 17. júní þann 10.:) Björn og Inga héldu æðislega grillveislu og við átum á okkur gat. Þarna var allt sem til heyrir 17. júní: t.d. hoppukastali (reyndar til heyrði hann e-u barnaafmæli:)) og sólin lét m.a.s. sjá sig:) Baldvin kom svo með lakkrís sem allir hámuð í sig á örskotsstundu;) Mjög skemmitlegt kvöld og svo sannarlega e-ð sem ég þurfti fyrir prófalesturinn. Leyfi nokkrum myndum að fylgja:)

Jonna, Björn og Inga
Hópmynd:), íslenskir nemendur í Santa Barbara, vantar reyndar Gunna.

Næstu dagar eru prófadagar:( svo ég hef alveg úr nógu að snúast auk þess sem mér verður hennt út úr húsinu mínu fyrir fullt og allt á sjálfan 17. júní! Ég á eftir að sakna staðsetningarinnar og hvað það er óhóflega mikið hitað hér (m.a.s. mér er stundum heitt) og hvað allt er nýtt, hreint og fínt en ég á sko ekki eftir að sakna mötuneytisins né því að vera hennt út í sí og æ.

Friday, June 02, 2006

Albinói?

Ég veit að ég er mjög ljós yfirlitum og verð aldrei neitt sérstaklega brún. Ég vil hins vegar meina að ég taki smá lit og mér til sönnunar hef ég öll sundbolaförin á bakinu og þær örfáu brúnkukeppnir sem ég hef unnið. Nú þar sem ég bý í Californiu og þar sem veðrið hefur verið ágætt síðustu daga býst ég fastlega við að ég sé búin að ná persónulegu brúnkuhámarki. En.... fólk er sífellt að tönglast á því hvað ég sé hvít!

Eins og fyrir jól sagði vinkona mín hér eins og ekkert væri sjálfsagðara þegar hún var að lýsa e-rri manneskju: "she is really pale, not nearly as pale as you but really really pale". Nú og áðan sagði eiginmaður yoga kennarans míns þegar hann komst að því að ég væri í verkfræði: "I have never met a pale, Icelandic, female Engineer before". Af hverju var pale fyrsta lýsingarorðið?!? Og af hverju var það þarna yfirleitt?