Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Tuesday, January 23, 2007

Guðdómleg flatbaka, eða hvað!?

Hér er mest lítið að frétta. Önnur hálfklikkaða helgin liðin en núna var ekkert planað fyrirfram, gerðist allt bara óvart. Við TA-arnir (aðstoðarkennararnir) tróðum okkur í afmælisparty nokkra nemenda og var nánast hent út þar sem strákarnir voru að henda boltum í allt og alla. Maður hefði nú haldið að við ættum að vera þessi sem kynnum a.m.k. aðeins að hegða okkur, en nei við vorum þau einu sem urðum til vandræða í afmælinu.

Þá var ákveðið að fara heim til okkar Morgane og endaði það með að einn heimtaði að fá að baka pizzu. Þá fyrst byrjuðu herlegheitin. E-u var sullað í skál og átti að heita brauð. Næst var sósunni dreift út með skítugum puttunum auk þess sem einn gaurinn sem hafði verið að laga bílinn sinn fyrr um daginn (með tilheyrandi tjöruskít) stakk puttanum í deigið. Grænmetið var svo skorið á mjög svo skrautlegan hátt (á tættar leifar eftir inni í ísskáp). Ég ákvað þó að láta mig hafa það og prófa pizzuna. Þegar minnstu munaði að ég borðaði límmiða sem gleymdist að taka af papríkunni gafst ég þó upp! Eftirköstin voru Morgane og ég, með æluna uppi í koki.

Miðað við upplýsingar á bjork.com verður hún að spila í CA á tónlistarhátíðinni Coachella 27. - 29. apríl. Þar sem Brynja verður að spila með henni verður maður nú að drífa sig!:) Hefur e-r annar áhuga? Kíkið endilega á http://www.coachella.com/.

Tuesday, January 16, 2007

Mögnuð helgi!

Já þetta hefur verið mjög skemmtileg og fullbókuð helgi.

Á laugardaginn hélt ég upp á afmælið mitt í annað sinn, hehe. Þegar maður verður 25 ára þarf maður nefnilega að halda almennilegt party fyrir alla vini. Minnir óneitanlega á þegar maður var yngri og hélt eitt fyrir bekkinn, annað fyrir fjölskylduna og stundum enn annað fyrir aðra vini;) Kannski er ég gengin í barndóm á ný;)

Íbúðin okkar Morgane var alveg full, og ilmaði af hákarl. Púkinn í mér kom vel í ljós þegar ég hló af öllum sem kúguðust yfir hákarlinum (sérstaklega þegar ég játaði svo að ég hef aldrei smakkað hann sjálf). Mér til mikillar undrunar kláraðist hákarlinn samt og sumum fannst hann m.a.s. góður!

Partyið var að mínu mati þrælskemmtilegt, ýmislegt sem gerðist þar er samt svolítið "had to be there" fílingur svo ég ætla ekkert að rekja smáatriðin:)

Þar sem allir hér eru svo ofurkurteisir að ef manni dettur í hug að segja að boð sé til 2 fara allir ekki seinna en eina mínútu í 2 ákvað ég að segja að partyið væri til 7 um morguninn. Keppnisskapið í nokkrum efldist við þessa yfirlýsingu. Baráttan var erfið en nokkrir stóðust hana samt og voru ofurstoltir af afrekinu! Ég held ég verði að draga þetta fólk á djammið heima!

Á sunnudaginn (eftir maraþon þrif) fórum við svo í náttúrulega heita lind sem er hérna uppi í fjöllunum. Vegurinn þangað var hræðilegur, 1,5 klst af 180°beygjum á hálfrar mínútu millibili, og til að bæta gráu ofan á svart breyttist vegurinn allt í einu í þvottabrettismalarveg með vaði. Á leiðinni þangað var ég búin að lofa sjálfri mér að fara aldrei þangað aftur. Loforðið gleymdist þó fljótt þegar ofan í var komið, og ótrúlega flottur stjörnubjartur himininn blasti við.

Í gær var svo frídagur, þökk sé Martin Luther King. Björn Birnir tók mig með sér að surfa og það var ekkert smá gaman. Gott að hafa e-rn svona til að drífa sig af stað því ég var svo þreytt í gær að ég hefði örugglega legið uppi í rúmi allan daginn ef þetta hefði ekki verið fyrir fram planað.

S.s. ofurskemmtileg helgi, endurnærð andlega en vá hvað ég væri alveg til í að bæta einum enn auka degi við bara til að sofa!

Wednesday, January 10, 2007

Og aftur föst!

Hér kemur önnur hrakfallaferðasagan!

Flugið til NY var örlítið seint en ég náði nú samt í næsta flug í tæka tíð. Frekar fyndið samt að ég hljóp þarna fram og til baka á vellinum og endaði svo í "geiti" sem var við hliðina á íslensku vélinni sem ég var að koma úr. Hefði nú alveg viljað "ruglast" á vélum þar sem mér fannst fríið á Íslandi helst til stutt.

Mér finnst samt mennirnir í innflytjendadæminu alltaf svo fyndnir. Maður býst alltaf við e-um stífum týpum sem myndu senda mann beinustu leið í fangelsi ef maður reyndi að vera "fyndinn" eða e-ð, en þeir reynast yfirleitt vera akkurat andstaða þess. Einu sinn lofaði einn að koma í heimsókn til mín fljótlega en þessi núna var öllu meira umhugað hvort það væru virkilega ekki neinir "brothers" á Íslandi. Það hlyti bara að vera e-ð "súkkulaði" að finna þar. Ef gaurinn hefði ekki sjálfur verið svartur hefðu flestir tekið þessu sem argasta kynþáttahatri.

En nú var náttúrlega snjóstormur í Colorado sem varð til þess að flugið mitt frá NY til Vegas seinkaði og ég missti af vélinni til Santa Barbara. Dvölin í Vegas hefði nú kannski verið í lagi ef ég hefði ekki átt að mæta í skólann daginn eftir (og mæta á mikilvægan fund) auk þess sem ég var með mikið af mat í töskunni. Já ég var með frosið lambalæri, frosna ýsu, skyr og ab - ost og það var náttúrulega hvorki frystir né ísskápur á hotelinu:S Þar sem þetta var Vegas var samt alveg nóg af klakavélum og ég fyllti baðkarið af klökum til að reyna að bjarga matnum. Fiskurinn hélst nú samt ekki frosinn svo ég er með ýsu í ÖLL mál þessa vikuna. Mér sem finnst ekki einu sinni fiskur góður. Þetta er kannski góð afeitrun frá jólunum:)

Annars ætla ég að halda upp á afmælið mitt hérna úti um helgina, löng helgi svo það ætti að vera gaman:) Vonandi að ég nái þessari flugferðaþreytu úr mér, ég er greinilega orðin gömul;)

Friday, January 05, 2007

Obboslega gömul, híhíhí;)

Já í dag varð ég ofsalega gömul, Svanhildur varð reyndar 11 árum eldri líka í dag svo ég get alltaf huggað mig við það;) Það versta er samt að mér líður eins og ég sé miklu, miklu, miklu yngri, híhí;) Hafiði e-rn tíman heyrt þetta áður?;)

Þegar ég var að æfa sund komst ég að því að eftir að komið væri í stúlkna aldursflokk var næsta stig ekki til nema að garparnir væru teknir með. Maður kemst samt ekki í garpana fyrr en maður er orðinn alveg 25 ára. Mér fannst þetta náttúrulega út í hött, hver væri í e-u sundformi svo gamall!?! hehehe... ég vil nú a.m.k. halda í þá von að ég sé enn í pínu formi;)

En að öllu væli ólöstuðu þá held ég að ég fari í skemmtilegra mál. Party í kvöld (5. jan) klukkan 9, Neshaga 10, 3. hæð. Vona að ég sjái sem flesta þar:)