Ösp í heimsókn
Jæja kominn tími á blogg (hvað ætli ég hafi byrjað margar færslur á þessari setningu?:)).
Ösp kom í heimsókn og það var æði. Vildi helst ekki sleppa henni þegar hún varð að fara:( Við gerðum helling bæði skemmtilegt og annað frekar fyndið svona eftir á séð! Átum á okkur gat (einn ís á dag) og versluðum óhemjumikið (ég a.m.k.). Fórum líka í skrautlega ferð til "bay area" (nánari sögur fást aðeins með formlegri umsókn í tölvupósti;) eða hjá Ösp). Nú svo fórum við á alla helstu staði í LA: HogM, Hollywood, Rodeodrive, Mulholland drive, Beverly Hills og Cheesecake factory. Myndir segja meira en nokkur orð:)
Fundum þetta eftir að e-r fór að tala um hvað húðvörurnar frá Íslandi væru æðislegar! Hafiði heyrt um þetta áður?
Ösp fannst þetta fyndin mynd, a.m.k. mikil fjölbreytni í bargestum. Verst við náðum ekki mynd af gamla karlinum sem var bara í jakka og nærjum.
Kann ekki að snúa myndinni við:( en rosasæt mynd af Ösp og ostakökunni frá Cheesecakefactory
PS. Ef e-r kann (og vill kenna mér) að setja video inn þá á ég eitt fáránlega fyndið video af okkur Ösp. Það er aðallega fyndið af því við héldum að við værum að taka mynd og hegðum okkur í samræmi við það:)