Fjallganga
Hér kemur myndin af nýja bílnum mínum bara fyrir Völlu og Hiddu;)


Þá er það bara hvor vinnur? Báðir náttúrulega virkilega glæsilegir bílar;)
Jæja en það nýjasta er að ég fór í fjallgöngu í gær með vélarkrökkunum. E-r sagði okkur að gangan væri 4 mílur, svo komumst við að því að það var aðra leiðina, og svo komumst við að því að við þyrftum að labba í tvær til að komast að gönguleiðinni!
já s.s. enduðum í 12 mílna (rúmlega 19km) fjallgöngu sem var mjög skemmtileg en ansi erfið sérstaklega í ljósi þess að við vorum ekki með neitt að borða (og ég virka ekkert alltof vel eftir 9 tíma svelti og 6 tíma göngu, var samt bæði fyrst upp og niður). En við vorum nú fljót að kveikja í grillinu þegar við komum niður:) namm það var sko góður matur!
Mér tókst að fá eitt risabit (af e-rju rosa skordýri, við erum að tala um að stungusárið sjálft er 3mm í þvermál) og e-ð mjög undarlegt á augnlokið sem leit út í gær eins og risastór fjólublá bóla! Í morgun var svo augað mitt sokkið í greftri, rautt og bólgið, veit ekki alveg hvort ég á að hafa áhyggjur....set a.m.k. á mig skordýrafælu næst og reyni að læra hvernig eitruðu plönturnar líta út áður en ég fer.