Thanksgiving, mús og brjálað að gera
Um síðustu helgi var þakkargjörðarhátið hér í Bandaríkjunum. Kollegi mömmu sem býr í Riverside (um 100km inn af LA) bauð mér að eyða helginni með þeim hjónum og stórfjölskildu. Það var mjög gaman, fékk að kynnast alvöru amerískri Thanksgiving (jafnvel þótt Wilfred sé breskur og Lola áströlsk þá eru börnin þeirra bandarísk) og hitta litlu barnabörnin þeirra (sem er sko ágætis tilbreyting frá því að umgangast bara fólk á aldursbilinu 20-30 ára). Ég ætla fylgja nýjast blogg trendinu og láta bara myndir fylgja;)
Lola ofurkokkur, eldaði ofan í 20 manns.
Wilfred, Joey og Barritt að hlaupa upp fjallið í bakgarðinum. Wilfred hleypur upp fjallið á hverjum einasta degi!
Dúllu krakkarnir Barrit, Zoe, Joey og Zachary (eða Jackary eins og Barritt kallar hann;))
Ég (svona til að sanna að ég var á staðnum, þetta eru ekki bara myndir af e-u fólki sem ég fann á netinu;)) og John (sem var alltaf kallaður the baby þótt hann sé eins árs, sé fyrir mér á Íslandi ef það væri venjan þar líka, hvað myndu börn vera kölluð? ungabarnið?lilli/a? óvitinn? krakkinn? veit ekki)
Á leiðinni heim frá Riverside stoppaði ég í molli í Beverly Hills sem var með H&M og fleiri góðar búðir. Ekkert alltof góð hugmynd svona eftir á séð;) Váhá hvað ég missti mig:S Til að seðja samviskubitið, skellti ég nokkrum jólagjöfum með (en þær náðu ekki einu sinni upp í 40% af því sem ég keypti, úbbs).
Í gær fjölgaði enn og aftur í íbúðinni okkar Morgane. Ekki var það froskur í þetta sinn heldur mús sem var föst inni í flúorljósinu í eldhúsinu okkar. Hef ekki hugmynd um hvernig hún komst þangað né hvert hún fór. Því í morgun þegar við vöknuðum var hún farin. Mér fannst e-rn vegin betra að vita þó a.m.k. hvar hún var en þessi nýi meðlegjandi er greinilega hvorki sammála né smavinnuþýður!