Brynja og Björk:)
Jæja þá er enn önnur annasöm en skemmtileg helgi á enda:D
Á föstudaginn fórum við Morgane ásamt fleirum á tónleikahátíðina Coachella þar sem Björk og Brynja voru að spila saman. Ég þurfti að halda fyrirlesturinn í kúrsinum sem ég er aðstoðarkennari í svo við gátum ekki lagt af stað fyrr en eftir það:S Við tók 5 tíma keyrsla í rosalegri umferð og 40°C! En það var nú samt allt þess virði! Við sáum Amy Winehouse, Rufus Wainwright og svo auðvitað Björk og Brynju (og fullt af fleiri hljómsveitum sem ég veit ekkert hvað heita;)). Ég er nú ekki mikið Bjarkarfan en hún er mögnuð á tónleikum!!!
Við keyrðum svo heim sama kvöld og komum ekki heim fyrr en kl. 6:30 um morguninn. Ég var búin að ákveða að keyra með Jóni Eyvindi til LA að kjósa klukkan 10 daginn eftir svo það var ekki mikið sofið:S Kosningaferðin var hins vegar hin mesta skemmtun, Íslendingar eru bara svo fyndnir og skemmtilegir;)
Þar sem það er frekar yfridrifið að keyra í 2 tíma til að kjósa (bandarísku vinum mínum finnst ég klikkuð að leggja svona mikið á mig til að kjósa) og keyra svo í aðra tvo heim, ákváðum við að reyna að gera e-ð meira úr þessari ferð. Við fórum á bókamarkað þar sem ég fann fullt af bókum og fleiru á skít og kanil. Svo borðuðum við í kóreuhverfinu í LA. Það var frekar skondið. Fyrst ætluðum við að skipta einum rétt á milli okkar en gengilbeinana sagði bara nei, brosti og gekk í burtu! Nú þegar við ákváðum svo tvo rétti sagði hún okkur að það væri mjög slæmur díll, við ættum miklu frekar að fá okkur e-ð annað um leið og hún setti tangir og skæri á borðið okkar (ég veit ekki hvað við áttum að gera við þessi skæri). Það endaði svo á að við borðuðum salat (10%) og kjöt (90%, held að ég þurfi ekki meira kjöt út vikuna) en það var mjög bragðgott.
Einn vinur minn átti svo afmæli á laugardaginn og það var "caveman party" að því tilefni, læt myndir fylgja, híhí.