Weather Forecasts | Weather Maps | Weather Radar

Sunday, April 29, 2007

Brynja og Björk:)

Jæja þá er enn önnur annasöm en skemmtileg helgi á enda:D

Á föstudaginn fórum við Morgane ásamt fleirum á tónleikahátíðina Coachella þar sem Björk og Brynja voru að spila saman. Ég þurfti að halda fyrirlesturinn í kúrsinum sem ég er aðstoðarkennari í svo við gátum ekki lagt af stað fyrr en eftir það:S Við tók 5 tíma keyrsla í rosalegri umferð og 40°C! En það var nú samt allt þess virði! Við sáum Amy Winehouse, Rufus Wainwright og svo auðvitað Björk og Brynju (og fullt af fleiri hljómsveitum sem ég veit ekkert hvað heita;)). Ég er nú ekki mikið Bjarkarfan en hún er mögnuð á tónleikum!!!

Amy Winehouse og fyndnustu dansarar í heimi
Náði að hitta Brynju örstutt fyrir tónleikana

Var of langt frá sviðinu til að ná góðri mynd af Brynju en þarna er hún lengst til hægri:)

Við keyrðum svo heim sama kvöld og komum ekki heim fyrr en kl. 6:30 um morguninn. Ég var búin að ákveða að keyra með Jóni Eyvindi til LA að kjósa klukkan 10 daginn eftir svo það var ekki mikið sofið:S Kosningaferðin var hins vegar hin mesta skemmtun, Íslendingar eru bara svo fyndnir og skemmtilegir;)

Þar sem það er frekar yfridrifið að keyra í 2 tíma til að kjósa (bandarísku vinum mínum finnst ég klikkuð að leggja svona mikið á mig til að kjósa) og keyra svo í aðra tvo heim, ákváðum við að reyna að gera e-ð meira úr þessari ferð. Við fórum á bókamarkað þar sem ég fann fullt af bókum og fleiru á skít og kanil. Svo borðuðum við í kóreuhverfinu í LA. Það var frekar skondið. Fyrst ætluðum við að skipta einum rétt á milli okkar en gengilbeinana sagði bara nei, brosti og gekk í burtu! Nú þegar við ákváðum svo tvo rétti sagði hún okkur að það væri mjög slæmur díll, við ættum miklu frekar að fá okkur e-ð annað um leið og hún setti tangir og skæri á borðið okkar (ég veit ekki hvað við áttum að gera við þessi skæri). Það endaði svo á að við borðuðum salat (10%) og kjöt (90%, held að ég þurfi ekki meira kjöt út vikuna) en það var mjög bragðgott.
Fann þetta spil á markaðnum og ég held ég viti af hverju það kostaði bara $5.

Einn vinur minn átti svo afmæli á laugardaginn og það var "caveman party" að því tilefni, læt myndir fylgja, híhí.

Sunday, April 22, 2007

Skemmtileg helgi

Eða a.m.k. þá var hún fáránlega fljót að líða:S

Gerði nú s.s. ekki mikið nema í gær fór ég í útilegu. Þar sem það var spáð rigningu og þegar það rignir hér, rignir eins og helt sé úr fötu (og ég vildi helst ekki enda líf mitt með því að drukkna í tjaldi) ákvað ég að keyra til baka í gær. Útilegan var til heiðurs afmælis eins þýsks stráks hérna og var teknó rave efst á óskalistanum. Núna er ég er því algjörlega heilaþvegin af teknó:S

"Útilegan" var þó nokkuð skemmtilegt, sérstaklega eftir að við fundum vatnsbyssurnar og stíðið byrjaði. Því miður endaði það þó á því að allir voru á móti mér!:S Ég tek því hins vegar sem ég hafi verið svona rosalega góð að þeir réðu bara ekki við mig:D Það er kannski þess vegna sem einn fór að veifa kaktus í kringum sig og því miður hitti hann mig á frekar slæmum stað. Dagurinn hefur því einkennst af sársauka og kaktusnálaleit:S Meira seinna:)

Tuesday, April 17, 2007

Ojj bara

Í gær var mér bent á að í Bandaríkjunum er oft notuð "partially hydrogenated oil" af því að hún er ódýrari og fljótandi við stofuhita. Þessi olía er bönnuð í Evrópu þar sem hún er mjög hættuleg (miklu verri en náttúruleg fita, nánari upplýsingar á
http://www.treelight.com/health/nutrition/PartiallyHydrogenatedOils.html ). Margir telja að það megi kenna henni um miklu hærri tíðni hjartasjúkdóma í Bandaríkjunum en annars staðar.

Þar sem kransæðastífla og annað því tengt er ansi algengt í ættinni ákvað ég að komast að því hvort e-ð af því sem ég væri að borða hefði þessa olíu. Bjóst eiginlega við að þetta væri bara í ódýra óholla matnum. En nei, nánast hver einasti hlutur í eldhúsinu mínu inniheldur e-ð af þessari olíu! Jafnvel þeir sem voru merktir "no transfat"(sem ég hélt að ætti að covera þessa tilbúnu fitu). Héðan í frá les ég alltaf utan á næringarleiðbeiningarnar áður en ég kaupi e-ð!

Monday, April 16, 2007

Viðburðarrík helgi

Jæja nú er enn ein helgin að baki. Á föstudaginn leit út fyrir að helgin yrði róleg, ekkert planað, en svo varð ekki raunin.

Á laugardaginn átti einn af bestu vinum mínum hérna afmæli og af því tilefni fórum við að surfa:D Allt of langt síðan ég hef farið! Nú það var ekki nóg, svo við fórum líka út að borða. Daginn eftir reyndum við svo að fara að sigla og aftur út að borða. Veit nú ekki hvort þetta var allt til að halda upp á afmælið en ... gaman samt:)

Siglingaferðin var fyndin. Það var nefnilega mjög mikið rok, jafnvel á íslenskan mælikvarða og stákarnir eru ekkert alltof sjóaði í siglinum. Einn gaurinn fór út á bátnum sínum, hvolfdi honum þrisvar og endaði á að stranda honum svo! Við hjálpuðum svo afmælisbarninu að gera hinn bátinn kláran. Sem betur fór fundum við aldrei alveg út hvernig seglin áttu að vera því annars væri ég örugglega e-rns staðar úti á hafsjó núna. Við skemmtum okkur hins vegar konunglega að berjast við seglin, hlaupa á eftir fjúkandi björgunarvestum og blindast af öllu sandfokinu (var mjög sátt við linsurnar þá, eða þannig). Þegar ég kom heim var sandur ALLS staðar (eyru, nef, augu...), sólarvörnig sá til þess að hann festist vel og vandlega!

Vinir mínir hérna plötuðu mig til að skrá mig í fótbolta liðið þeirra (ég veit, ég kann ekki rassgat) og hefur því síðast vika einkennst af ströngum æfingum. Á fyrstu æfingunni, í fyrsta sparki tókst mér að rústa á mér löppinni (ekki spyrja mig hvernig, ég er greinilega orðin of gömul fyrir þetta). Fyrsta keppnin er í kvöld, það verður skrautlegt;)

Nokkrir Alþingismenn eru að koma í heimsókn til Santa Barbara (sjá http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1265029). Að því tilefni býður skólinn okkur í morgunmat með þeim. Það verður örugglega gaman, svolítið fyndið að vera samt frá Íslandi. Er nokkuð viss um að ef ítalskir þingmenn koma hingað, verður ekki öllum ítölskum nemendum boðið í morgunmat. Gaman þegar maður fær svona sérmeðferð bara af því að maður er íslenskur;)

Friday, April 06, 2007

Páskaegg!!!:D

Jibbí!!!;) Mamma sendi mér páskaegg og það var bara að koma inn um lúguna:D Það brotnaði pínu sem þýðir bara að það er einfaldara að stelast í smá fyrir páskadag án þess að neinn fatti;)


Annars er eins ópáskalegt hér og verið getur. Í dag er til dæmis föstudagurinn langi og allri haga sér bara eins og venjulega! Og það er sko ekkert frí:S Gleðilega páska, þ.e. þið sem fáið frí!

Þóra takk fyrir að áframsenda það með hraðpósti!:D

Monday, April 02, 2007

Spring break í Seattle

Jæja eins og Ösp (og reyndar Bjarnheiður líka) benti á er kominn tími til að blogga.

Við Valla fórum í Spring break til Seattle að heimsækja Tuma. Það var ótrúlega gaman, borgin skemmtileg og nóg að gera. Tumi takk fyrir okkur!

Byrja á myndum og svo máli, fyrir allra dyggustu lesendur:)


Kirsuberjatrén á campus

Útsýnið yfir borgina, tveimur blokkum frá heimili Tuma!
Valla og svínið fyrir framan markaðinn, við settumst báðar á það en þær myndir eru annars staðar:)

Tumi fórnaði bíllyklinum fyrir Prince Polo

Mary Frances og Valla á karíókíbar


Kolólögleg mynd, a.m.k. elti campus löggan okkur lengi eftir að við sátum á merkinu!
Við rákumst á þennan tyggjóvegg, endalaust margar tyggjóklessur.Verð bara að setja þessa mynd því það tók 7 tilraunir að fá "almennilega" mynd. Í bakgrunninum er líka uppáhalds gosbrunnurinn minn, hann breyttist með tónlistinni sem varð til þess að ansi margir urðu blautir!:)

Og í orðum:
Við fórum á fiskimarkaðinn, í geimnálina, skoðuðum foss nálægt, sædýrasafnið, fundum Prins Polo (eftir nokkra klukkutíma leit
J), versluðum, borðuðum, versluðum, borðuðum, versluðum (ok ég var víst mun duglegri í þeirri deild), o. fl..

Fórum líka á body exhibition þar sem alvöru uppstoppuð lík eru til sýnis. Það hljómar kannski ekki spennnandi og jafnvel hálfógeðslegt en reyndist svo vera hið gagnstæða. Þar sem byrjað var á beinagrindum og svo smátt og smátt bætt meiru á fannst mér a.m.k. þetta bara áhugavert og ekkert ógeðslegt. Reykinga- og berklalungun fannst mér þó hræðileg, en litlu fóstrin sem voru fáránlega mannalega alveg frá 9 vikum áhugaverðust. Mæli með að allir sem komast fari!

Við Valla gerðum líka ýmislegt sem flestum myndi ekki detta í hug að við tækjum upp á. Þar stendur upp úr klipping hjá konu sem varla talaði ensku (nema í svona frösum sem hún hafði lært utan að) og var með grænar strípur. Betur fór en á horfðist (reyndar veit ég ekki alveg hvernig það getur talist að særa rétt neðan af hárinu þegar meira en 10cm eru teknir af!). Konan plataði okkur líka til að fá djúpnæringu sem var dýrari en klippingin sjálf. Þessi sama næring átti að gera e-ð allt annað fyrir mig en Völlu, undranæring!?!

Nú er fríið búið og ný önn að byrja. Hún lítur bara ágætlega út, sérstaklega kúrsinn sem ég á að kenna. Ég þarf ekki að fara yfir nein heimadæmi né próf!!!:D.

Ég var svo vitlaus að fara í boot camp áðan:S Þegar 20mín voru liðnar af tímanum hafði nánast liðið yfir mig 5 sinnum! Ef gaurinn hefði ekki tekið eftir því að meiri hlutinn var að bugast og hægt aðeins á, hefði ég án gríns bara dáið (var sko of þrjósk til að fara út).